Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Page 66

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Page 66
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR stefnt út í ófarirnar ...“ Hann talaði um tímann, sem okkur væri „varpað“ inní (hugtak, sem verður að megin- stefi existensíalismans) — „tíma mik- illar innri hnignunar og sundrung ar ...“ Skilgreining hans er: „Rót- tœkur nihilismi er sannfæring um al- gjört haldleysi tilverunnar ... nihil- isminn er sjúklegt millibilsástand (sjúkleg er þessi ofboðslega alhæfing, ályktunin um hið fullkomna tilgangs- leysi): hvort sem það er nú vegna þess, að hin skapandi öfl eru enn ekki orðin nógu öflug — ellegar hnignunin er enn hikandi og hefur ekki fundið sér stoð og hjálpartæki ... nihilisminn er engin orsök, held- ur einungis þáttur hnignunarinnar ...“ Hér er nihilisminn greinilega skilgreindur sem ávöxtur hnignunar- innar, það form, sem hún birtist í. Nietzsche var blindur á díelektík þjóðfélagsins og skildi því ekki, að nihilisminn er sjúkdómseinkenni feigs og hrörnandi kapítalisma. Nihilisminn, sem þegar gerði vart við sig hjá Flaubert, er orðinu raun- veruleg afstaða margra listamanna og rithöfunda hins síðborgaralega heims. Ekki má þó láta sér sjást yfir það, að hann auðveldar mörgum á- hyggjufullum menntamanni að sætta sig við óhæfar aðstæður, að róttækni hans er ósjaldan ekki annað en svið- sett tœkifœrisstefna. Nihilísku rithöf- undarnir hrópa til okkar: „Hinn kapí- talíski borgaraheimur er eymdin upp- máluð. Frá þessu greini ég hlífðar- laust og út í æsar, villimennskan er takmarkalaus. Og hver sem segir, að í þessum heimi sé eitthvað mann- sæmandi ellegar þess vert að lifa fyrir það, er annaðhvort heimskingi eða lygari. Fólk er undantekningarlaust heimskt og illa innrætt, þeir kúguðu engu síður en kúgararnir, frelsishetj- urnar rétt eins og harðstjórarnir. Menn verða að hafa kjark til að segja þetta.“ Og ég lýk þessari stefnuyfir- lýsingu með orðum Gottfrieds Benn: „Nei, mér kemur í hug, hvort það sé ekki öllu róttækara, langtum bylting- arsinnaðra og meira karlmennsku- bragð að því að boða mannkyninu kenninguna: svona ertu og öðru vísi verðurðu aldrei, svona lifirðu, svona hefurðu lifað og svona muntu lifa að eilífu. Hver sem á peninga verður heilbrigður, hver sem máttinn hefur sver rétta eiða, hver sem bolmagn hefur ræður lögunum. Slík er sagan! Ecce historia! ... Þeir, sem þola ekki þessa hugsun, eru vesælli en ormarn- ir, sem hreiðra um sig í sandi og rakri mold, sem jörðin hleður ofan á þá. Hver sá, sem státar með von þegar hann lítur í augu barna sinna, lokar augunum fyrir yfirþyrmandi hættu, en fær samt ekki umflúið þessa nótt, sem rænir þjóðirnar heimkynnum sínum ... 011 þessi skipbrot forlaga og frelsis: — gagnslaus blómi, mátt- 158
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.