Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Side 67

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Side 67
LIST OG KAPÍTALISMI vana logar og að baki því hið ókann- anlega, ófæran sjálf með neikvæði sitt utan enda.“ Allt hefur þetta ólíkt róttækari hljóm en nokkurt kommúnistaávarp — og samt þarf yfirstéttin naumast að blaka við þessari „róttækni“. Og ekki nóg með það: svona nihilismi verður þvínær ómissandi á tímum byltingar- umbrota, hann verður þá mikilvægari en bein lofgerð um hið borgaralega þjóðfélag. Beinn lofsöngur vekur tor- tryggni — en hinn róttæki tónn nihil- ískrar ákæru fær hljómgrunn og er til þess fallinn að beina uppreistum frá marki sínu og særa fram óvirka ör- væntingu. En undireins og yfirstéítin telur sig trausta í sessi, einkum þó þegar hún er að undirbúa styrjöld, er eins og velþóknun hennar á hinum andkapítalíska nihilisma gufi upp, því þá þarf hún á að halda beinum varnarrökum og lofgerð. skírskolun til „eilífra verðmæta“, og þá á hin nihilíska róttækni á hættu að verða brennimerkt sem „úrkynjunarlist“. Venjulega gerir hinn nihilíski lista- maður sér ekki fulla grein fyrir því, að hann gefst í rauninni upp fyrir borgaraheimi kapítalismans, að með því að afneita öllu og útskúfa réttlæt- ir hann veröld borgarans, sem er þá í algjöru samræmi við hina altæku eymd. Mörgum þessara manna, sem innra með sér eru heiðarlegir, er það engan veginn auðvelt, að skynja hið verðandi, það sem koma skal, og gæða það lífi í list sinni. Tveir meg- inörðugleikarnir eru í því fólgnir, að í hinum kapítalíska heimi er verklýðs- stéttin engan veginn ósnortin af im- períalískum áhrifum — Og svo hitt, að það tekur langan tíma og kostar marga kvöl að vinna bug á kapítal- ismanum, ekki einungis búskapar- háttum hans og félagskerfi heldur líka þeim andlegu dreggjum, sem hann skilur eftir sig. Hinn nýi heimur birt- ist ekki í aðlaðandi fullkomleik, held- ur þakinn örum fortíðarinnar. Það þarf þroskaða félagsvitund til að greina á milli dauðateygja hins gamla heims og fæðingarhríða hins nýja, milli rústanna og hinnar ófullgerðu byggingar — og að sýna svo þessa verðandi veröld í heild sinni án þess að láta sér sjást yfir skuggahliðar hennar hvað þá að fegra þær fyrir sér. Það er ólíkt auðveldara að ein- blína á hryllinginn, mannúðarleysið, eyðilegt og bramlað framsvið sam- tímans og fordæma það, heldur en að kryfja eðli hins nýja, sem vex og verður. — Og þetta á því fremur við sem hrörnunin er litauðugri, óvænis- fyllri og breytilegri en lýjandi upp- bygging nýrrar veraldar. Og loks: ni- hilisminn skyldar engan til neins, hann hrífur ekki listamanninn út úr veröld borgarans, og það eins fyrir því þótt hann bölvi þessari veröld til að friða samvizkuna. 159
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.