Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Page 69
LIST OG KAPÍTALISMI
ar“, sem Marx talaði um hefur færzt
yfir á manninn og náð honum að fullu
á vald sitt.
Mannlægingin kemur líka í ljós í
útþurrkun persónueinkennanna, sem
ýmsir bókmenntagagnrýnendur telja
að marki sérstaklega nútíma ljóða-
gerð. Persóna skáldsins dregur sig út-
úr skáldskapnum (atriði, sem Flau-
bert gerði þegar að meginreglu), og
ljóðið öðlast ópersónulegt og að því
er virðist „hlutlægt“ eðli. Þessi hlut-
lægni á þó ekkert skylt við þá hlut-
lægni, sem kemur af því að félagsleg
heild, hópur eða stétt eignast mál i
ljóðinu, enda finnst skáldinu það
ekki vera túlkandi eða tæki slíks lif-
andi samfélags — heldur er það hilt,
að hann skynjar þætti sjálfsins, sem
brotizt hafa út fyrir mörk vitundar-
innar, sem þriðju persónu, sem „það“
eins og Freud hefur orðað þetta; og
þetta „það“, sem á sér rætur í undir-
djúpunum, í gleymdri fortíð verður
síðan undirstaðan í opinberun ljóðs-
ins. Ortega y Gasset talaði um „út-
legð mannsins úr listinni“ (La des-
humanization del arte). Rimbaud gaf
eftirfarandi yfirlýsingu: „Yfirburðir
mínir eru í því fólgnir að ég er hjarta-
laus.“ Og um upphaf Ijóðsins kemst
hann svo að orði: „Því að „ég“ eða
sjálfið á ekkert skylt við þetta. Þegar
pjátrið vaknar við það að vera orðið
að lúðri, þá er það ekki því að þakka.
Ég er viðstaddur þegar hugsun mín
springur út, ég sé hana og heyri, ég
strýk um bogann og þá tekur hljóm-
kviðan í undirdjúpunum að bæra á
sér« Rangt væri að segja: ég hugsa.
Það ætti að heita: ég er hugsað-
ur.“
Utþurrkun persónueinkennanna el-
ur á þeirri blekkingu að vekja megi
jafnvel dauða hluti til máls með því
að treysta á „það“ eða undirvitund-
ina — og hefur Joyce gert þessháttar
tilraun í hinu myrka og ruglingslega
verki sínu „Finnegans Wake“, en þar
býr hann til mál, sem á að vera tunga
höfuðskepnanna, vatns og vinda. En
það eru raunar ekki hlutimir, sem
tala, heldur hinn hlutgervði maður,
sem er hættur að treysta vitund sinni,
en reiðir sig á hugmyndatengsl und-
irvitundarinnar. Gottfried Benn ber
fyrir sig kenningar Levy-Brúhls um
það að rökræn hugsun nái ekki til íor-
rökræns hugferðis, sem sé „dýpra og
lengra að komið“, og hann talar um
„fyrnskuættað, magnþrungið og gjós
andi sjálf“, sem sé uppistaða skáld-
skaparins. „Herab, o, Ich, zum Beis-
chlaf mit dem All; herab zu mir, Ihr
Herrscher der Gebannten: Visionen,
Ráusche, Völkerschaft der Fruhe'1.1
I stað hinnar þjóðfélagslegu heildar.
sem hnignunarskáldið er hætt að trúa
á, er fundin upp önnur heild, goð-
söguleg, alheimsleg, ættuð aftan úr
1 Hverf þú niður, ó sjálf, til að sam-
rekkja alverunni. Ó, komið til mín, þið
drottnar útlaganna: sýnir, hviskrandi þyt-
ur, þjóðir árdaganna.
TÍMARIT MÁLS OG MENNINCAR
161
11