Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Qupperneq 71

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Qupperneq 71
LIST OG KAPÍTALISMI endurtaka okkur, þótt enginn virðist raunar veita því athygli ...“ Hann talar um „samdrátt sjóndeildarhrings- ins“, um „slaka í fjöðrinni“, er birt- ist sem „getuleysi við að færa veröld- ina í heild upp á sviðið og skaka hana á grunni svo sem verið hefur aðal allra meiri háttar leikbókmennta ... Og þar sem okkur auðnast ekki um sinn að gera upp á milli meiriháttar hluta og lítilsverðra, milli víðra og tiltölulega þröngra sjónarmiða verð- um við algjörlega á valdi þeirra til- finninga, sem til er höfðað .. .“ Þetta er að geta ekki „séð hlutina í réttum hlutföllum . ..“ Þessi brenglun réttra stærðarhlutfalla er eitt megineinkenni hnignunarinnar, þessa hugarfars, sem áræðir ekki að líta á hinn rísandi sósíalisma sem siguraflið í átökum gamals heims og nýs, afl sem „skekur á grunni“ hið forna; allt um þá erfið- leika, sem vexti hans eru samfara. En vandamál þessarar sundurbútunar er ekki bundið við þetta eitt. Það stend- ur í nánu sambandi við hina risa- vöxnu tækniþróun, vélvæðingu og sér- hæfingu nútímans, ofurvald nafn- lausra véla og fjötrun velflestra við þröngt og ósjálfstætt sérsvið, þaðan sem hvorki sér samhengi né tilgang. Rómantíkerarnir voru sér þegar með- vitandi um hið brotakennda í lífi og heimi borgarlegs skipulags og Heine kvað: „Zu fragmentarisch sind Welt und Leben ...“ Þessi tilfinning um sundurbútunina óx með þróun kapí- talismans og vandamála hans; hvers- konar partar hluta og manna, stangir og hendur, hjól og taugar, hversdags- hjal og æsifregnir virtist rekið saman í eina bendu. ímyndunaraflið var þrúgað af sundurleitustu smáatriðum og þess ekki lengur umkomið að skynja þau sem heild. Fyrstu stór- borgarskáldin, þeir Edgar Allan Poe og Charles Baudelaire aðlöguðu hug- myndaflug sitt þessum sundurbútaða veruleika og beittu því einnig til að liða hlutina sundur og skeyta þá síð- an saman aftur að vild sinni. „Hug- myndaflugið,“ segir Baudelaire, „lið- ar allt sköpunarverkið sundur; sam- kvæmt lögmálum, sem sprottin eru langt neðan úr sálarfylgsnunum tínir það hlutina saman og raðar þeim aft- ur og gerir þannig úr þeim nýjan heim“. Þrátt fyrir þennan smíðis- máta héldu þó ljóð Baudelaires klass- ísku yfirbragði: bygging þeirra var traust, sköpulag þeirra samkynja. Það er Rimbaud, sem verður fyrstur til að umturna hinu hefðbundna Ijóði, sprengja innri gerð þess og sköpulag. „Stormur rýfur skörð í veggina,“ skrifar hann, „sundrar skil- veggjum íbúðanna.“ Þarmeð var brotizt út úr hinum vanabundna veru- leika og hið nýja ljóð reisti sér nvjan heim. í „Drukkna skipinu" steypast myndfossarnir hver um annan þver- an, straumiða án upphafs eða endis íóa
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.