Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Page 72

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Page 72
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR hrífur allt með sér, hvert tangur og tötur hins sundurtætta veruleika: Séð hef ég lágsól óræðum ógnum seyrna lýsandi upp sjávarins löðurstorkn fjólublá, ölduna líkt og leikara í harmleik fornum velta sáldhrolli sínum í fjarska frá. Dreymdi mig nætur grænar geislandi mjallir, koss sem að augum sjávarins seinlega brá, sefa sem einhversstaðar streymdi um jiallir, velsöngvin maurildi er vakna upp gul og blá. Mánuði heila elti ég Ægisdætur herjandi á rifin sem hamstola kúager, hauð ekki í grun að bjartir maríufætur teymt gætu andlömuð höfin á eftir sér.1 Þannig hafði ekki verið kveðið áður, og við hliðina á þessum ósköp- um varð „Le Voyage“, hið ægilega ljóð Baudelaires því líkast sem það væri eftir Ronsard, Racine. Þessi um- turnun Rimbauds á ljóðinu, þessi nýja aðferð hans: að sjóða saman brotabrot sundurtættrar veraldar, fög- ur og ljót, glitrandi og óhefluð, raun- sönn og æfintýraleg í einn hrífandi sambræðing bundinn draumkynja tengslum. Og beita við það kaldri fífl- dirfsku tilraunamannsins, slíkt og því- líkt var gerbylting alls, sem til þessa hafði verið nefnt skáldskapur. Nú- tímaljóðið, þessi samröðun sundur- leitustu mola, þessi vitræna óræðis- stefna, sem skýtur aftur og aftur upp kollinum, í síðari verkum Rilkes, hjá Gottfried Benn og Ezra Pound, hjá 1 Þýðing Jóns Óskars. Eliot og Eluard, hjá Auden og Alberti — það er allt komið frá Rimbaud. Það væri akademísk smásmygli að veitast blint að þessari sundurtætingu hins hefðbundna ljóðs, þessari höfn- un á formi þess, eða því hvernig öllu taumhaldi á hinu tengjandi hug- myndaflugi er sleppt; því verður raunar ekki mótmælt, að allt er þetta vaxið uppúr jarðvegi hnignunarinn- ar, en á hinn bóginn er líka óumdeil- anlegt að það hefur skapað gnótt nýrra tjáningaraðferða og -mögu- leika. Og að lokum: Majakovskí var líka niðurrifsmaður gamalla forma, og yrkingaraðferð hans reyndist á- gætlega til þess fallin að tjá hinn nýja veruleika byltingarinnar. Og þá hefur Brecht einnig notazt við aðferð hins byggjandi hugmyndaflugs, raunar með meiri fastheldni á formin — og að því undanskildu að skáldgáfa hans var ekki í þjónustu óræðisstefnunnar heldur skynseminnar. En slíkt er ekki vandamál formsins, heldur spurning um afstöðu: Brecht og Majakovskí beittu hinni nýju tjáningaraðferð á verkefni stéttabaráttunnar, byltingar- innar, og þarmeð unnu þeir bug á tæt- ingnum og innihaldsleysinu. Dulgervingin I listum og bókmenntum hins síð- borgaralega heims gætir tilhneiging- ar til að dulgerva veruleikann. Þetta er sprottið af sömu rótum og af sömu hvötum og nihilisminn. Mönnum 164
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.