Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Side 81
POUL P. M. PEDERSEN OG ÞÝÐINGAR HANS
1898 í Norður-Jótlandi þar sem heitir Öst-
himmerland. Hann vann fyrir sér í æsku
hörðum höndum, allt það sem til féll á bæj-
um í sveit. Hann segir sjálfur svo frá að
sínir vinir á þeim árum hafi verið lömb,
hvolpar og kettlingar. Hann minnist þess
einnig með þakklæti að hann ólst upp við
það landslag, sem í hinni mjúkfróu Dan-
mörku heyrir til fágæta: hæðóttu með víð-
sýn til allra átta, þar sem vindar léku frjáls-
um væng, skammt frá þeim skógi, sem Dan-
mörk á stærstan, skógi gamalla sagna um
ræningja, ókindur og huldur, skógi, þar
sem enn þann dag í dag ganga til beitar í
rjóðrum, hind og hjörtur hinn hornprúði.
Bókhneigð unglingsins og lestrarlöngun
vaknaði snemma, en í kjölfar þeirra siglir
gjarna sú útþrá og löngun til lífsfyllingar,
sem ekki lætur að sér hæða, en býður byrg-
inn féleysi og hverskyns erfiðleikum.
Að loknu gagnfræðaprófi hyggst Poul P.
M. Pedersen snúa sér að blaðamennsku og
hýr sig um skeið undir það starf, — og skal
þess getið hér að hann hefur um langt
skeið ritað kjallaragreinar í Berlingske Aft-
enavis. Hann lýkur stúdentsprófi 1920 og
leggur stund á germönsk málvísindi við
Kaupmannahafnarháskóla. Árið 1930 gaf
hann út þýðingar sínar á klassiskum Ijóð-
um þýzkrar tungu. Hann hefur einnig þýtt
ensk og amerísk nútímaljóð, sem birzt
hafa í blöðum og tímaritum og verið flutt í
danska útvarpið. En fyrsta ljóðabók hans
frumort hafði komið út 1921 og sú næsta
1929, en þær munu vera orðnar nær tíu að
tölu. Urval úr þeim kom út 1948, Og slukk-
es alle sole —, en það nafn er tekið úr
kunnum ljóðlínum eftir Ingemann.
Poul P. M. Pedersen hefur löngum starf-
að sem bókmenntalegur ráðunautur for-
leggjara í sínu heimalandi og ritstýrt meðal
annars stórri útgáfu á klassískum verkum
danskra höfunda. Honum hefur einnig ver-
ið falin útgáfa ýmissa safnrita, meðal ann-
ars hinnar stærstu sýnisbókar danskrar
ljóðlistar: Levende dansk lyrik fra folke-
visen til Drachmann. Hann hefur og gert
úrval prýðilegt úr dönskum þjóðkvæðum
og gefið út: Der sidder tre möer —. Þá hef-
ur hann oftlega staðið fyrir færeyskum,
norskum og sænskum kynningarþáttum í
danska útvarpinu og miðlað hlustendum af
fróðleik sínum um lönd og listir þessara
bræðraþjóða.
Hann hefur sýnt frændum vorum, Færey-
ingum, hina mestu ræktarsemi og hrifizt af
listgetu þessarar fámennu þjóðar, en okkur
hér heima mætti vera hún kunnari en er, þó
stórum hafi bætt úr þekkingarleysi okkar á
færeyskri myndlist, sú hin frábæra sýning
er hér var haldin síðastliðið ár. — En Poul
P. M. Pedersen hefur þýtt og gefið út þrjár
sýnisbækur færeyskrar ljóðlistar, þá síðustu
og stærstu 1956 og heitir hún Mellem
Bjærg og Brænding.
Af því yfirliti um störf og ævi Pouls P. M.
Pedersen sem hér hefur verið gert (en ég
hef einkum stuðst við Svenska uppslags-
boken og Kraks Blá Bog 1961, fyrir utan
nokkur atriði sem ég hef beint frá rithöf-
undinum sjálfum) má sjái að hann hefur
sannarlega tekið höndum til á vettvangi nor-
rænna bókmennta og víðar, — og er þá að
mestu eftir að minnast þess þáttar sem að
okkur snýr, þjóðarinnar, sem löngum hefur
kennt sig við ritstörf og bækur.
I ársbyrjun 1958 tekur hann til við það
verk, sem hann síðan hefur látlaust unnið
að, en það er stór sýnisbók íslenzkra ljóða,
allt frá 1919 til þessa dags. Hefur þýðandi
svo ráð fyrir gert að þetta safn hefjist með
kvæðum Davíðs Stefánssonar og að í því
verði allt að þrjú hundruð Ijóð eftir ís-
lenzka höfunda á þessu tímabili. Verður ís-
lenzkum myndlistarmönnum falið að
skreyta bókina, en samvinnu um útgáfu
hafa ráðið með sér Helgafell hér heima,
Gyldendal í Danmörku og Gyldendal Norsk
173