Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Blaðsíða 82

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Blaðsíða 82
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Forlag, svo ekki verður með góðu móti sagl að til þessa sé stofnað af fátækt og fyrir- hyggjuleysi. Er þessu verki nú svo langt komið, að danska útvarpið hefur, eins og áður er getið, kynnt hlustendum sínum komu þessa safns með átta útvarpsþáttum, sem P.P.M.P. hefur undirbúið og séð um. Norræn samvinna hefur löngum verið meiri í orði heldur en á borði. Sorglega oft, þegar uppástunga um eitthvað raunhæft í þá átt hefur skotið upp kollinum, hafa hjá- leit sjónarmið og sérhagsmunir gert þar lít- ið að engu. Og þó er margs góðs að minn- ast af þessum vettvangi, ef vel er leitað, — og enn gera nokkrir menn á Islandi sér von- ir um það að menningarleg viðskipti þess- arar þjóðar beinist fyrst og fremst þangað, sem fyrir er að hitta vini okkar og bræður, íbúa Danmerkur, Finnlands, Færeyja, Nor- egs og Svíþjóðar. Það er ekki einasta að hér liggi á milli tengsl aldanna, sem ekki má rjúfa, heldur skal þess ennfremur minnzt, að á þessum löndum mun mannlíf nú vera einna siðmenningarlegast í heimi hér. Er því gott samstöðu með slíkum að eiga ef svo hamingjusamlega mætti til takast að hún mætti haldast innan tryggra vébanda friðar og mannhelgi, en þyrfti ekki að at- ast neinni svívirðilegri áætlun um gjöreyð- ingu mannslífa og allra verðmæta. Megi sú stund renna upp fyrr en síðar, að Norður- lönd kjósi sér sameiginlega varðstöðu um frið sinn og menningu. Sú var tíðin að við íslendingar þurftum að losna úr stjómarfarslegum tengslum við Danmörku og gerðum það. Höfum við síð- an löngum talið til margvíslegra skulda við þá þjóð, og þá ekki alltaf minnzt þess svo vel sem skyldi, að ekki einasta höfðum við af Danmörku margan góðan hlut fyrr og síðar, heldur eru nú þeir kaupmenn og kon- ungar þarlendir, er forðum gerðu oss baga, allir moldu orpnir og heyra ekki þó hátt sé kallað. Mér er heldur ekki grunlaust að einmitt þaðan af landi megi vænta þess framlags til norrænnar samvinnu er raun- hæfast verður og mest bjargráð norrænnar menningar. — Læt ég þau orð standa hér, sem spásögn án útskýringar. En gjarna megum við íslendingar minnast þess, hve- nær sem hið margfræga handritamál ber á góma, að ekki er til þess vitað að af hand- ritunum hafi nokkur hlutur glatazt, síðan er þau komu í opinbera umsjá danskra manna. Og má ég ekki um það orða bind- ast, að sæmilegust væri okkur hófsemi um heimtu þessara minjagripa, meðan við eig- um þeim hér engan vísan samastað, og ekki annað líklegra en þeirra bfði hrakningar og húsvilla í feðralandinu, enn sem fyrr, ef ekki verður um skeleggari viðbrögð að ræða til viðurtöku þeim en verið hefur um sinn. Þá er mér og ofarla í huga hið stór- myndarlega framtak danska rithöfundarins Kelvins Lindemanns, en hann stofnaði sjóð af ritlaunum sínum, án þess þó að vera auð- ugur, til þess að hafizt gætu gagnkvæm kynni rithöfunda um norðurlönd og ferða- lög og dvalir til gagns og gleði, og megum við, allir sem góðs höfum notið af þessari menningarframkvæmd hins ágæta danska rithöfundar, jafnan minnast hans með þökk og virðingu. Er sem betur fer margs góðs að minnast úr samskiptum þjóðanna beggja, dana og íslendinga, svo margs jafnvel, að seint er upp að telja, enda skal þess ekki freistað hér. Nú síðast er það hið stóra átak Pouls P. M. Pedersen við þýðingar íslenzkra ljóða, undirtektir þarlendra aðila við verk hans og stuðningur allur, — er þar bróður- hönd okkur rétt frá gömlu Danmörk. 174
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.