Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Page 84

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Page 84
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Auður og Gunnar verða ein eftir. Nú standa þau þarna mitt í lúxusíbúðinni, sem hann Ólafur hefur byggt yfir sína heittelsk- uðu og hafa glösin full og allt er notalegt. Þessa hjartnæmu stund velur Auður til að segja gestinum, að hún sé með barni hans og vilji skilja við manninn sinn og koma til hans. Gunnar vill ekkert barn og meðfylgj- andi bax, heldur vill hann halda áfram þessu þægilega sambandi við Auði og láta Ólaf fínansera. Það finnst Auði bersýni- lega lítilmótlegt þegar hér er komið sögu svo hún rekur Gunnar á dyr — í því kemur bóndinn heim góðlátlegur og aldeilis hissa. Hann hefur nokkrar áhyggjur af veðurút- litinu og því hvort óhætt muni að láta bíl- inn vera úti um nóttina sem vonlegt er — en þá er frúin svifin í hæðirnar þar sem býr hin vatnstæra dramatík þeirrar konu,, sem fór á mis við ánægju barnsföður síns yfir króanum, sem kominn er undir í hjóna- bandi hennar og þriðja aðila! Sunnudagsmorgunn og þriðji þáttur: Auður segir Ólafi að hún sé með bami (en bam hafði hún ekki viljað fyrst um sinn því hún gekk heiðarleg inní hjónabandið og sagði manni sínum að hún elskaði hann ekki). Ólafur ætlar að bregðast glaður við, en hún hefur þá á takteinum upplýsingar um það, að lífið sé hart, villt og miskunn- arlaust og hann eigi ekkert í þessu barni (hvernig sem hún veit vissu á því, burtséð frá lagalegum smámunum). Og nú er rolu- skapur Ólafs á þrotum; hann rekur frúna á dyr. Kemur þá lokaatriði leiksins — einskon- ar yfirlit yfir karakterana (og líklega skír- ing, hreinsun), gert með þeim hætti að per- sónumar yfirbuga verkið eins og það hefur verið til þessa — neita að leika þessa vit- leysu lengur sem vonlegt er, óhlýðnast leik- stjóranum (sem reynist vera Jóhann, vinur Gunnars) og heimta sitt líf. Af þessu verða allhörð átök, sem leiða í ljós eftirfarandi atriði: Gunnari liggur mest á að segja á- horfendum, að sjálfir leiki þeir mun betur, því lífið sjálft sé stórum meiri leiklist en eftirmynd þess á sviðinu verði nokkurn tíma. Jóhann er angistarfullur og sér fram á misheppnun sýningarinnar, en berst þó til loka. Auður dvelur enn í sinni sorgarheið- ríkju utan og ofan við allt og ætlar að standa „ein“ með króann sinn. Ólafur er aftur orðinn rola og hættur að raka sig reglulega. Rúna situr að tjaldabaki og græt- ur — allt þetta stand gengur svo nærri Gunnari, að hann er einna helzt á því að fara bara á síld — að vinna! Þau tínast svo útaf sviðinu nema Auður sem stendur eftir — ímynd konunnar, ein og „stór“. Þann- ig lýkur þessari tilraun til að gera yfir- stéttarhóruna að tiginni ímynd konunnar og syngja henni lofsöng í því gervi. Það hefur viljað þessu leikriti til, að vel- flestum verður starsýnna á form lokaþáttar- ins en innihald verksins í heild. í því ljósi hefur það þótt nýstárlegt. Aðrir hafa raun- ar orðið til að benda á það, að höfundar hér útá íslandi, sem þessi árin em að fara í smiðju til Pirandellos, mega prísa sig sæla, að meistarinn sótti ekki jafnlangt aft- ur og þeir, því þá væru „nýjungarnar“ síð- an um 1880. Þessháttar athugasemdir færa mann þó engu nær sannleikanum, formlík- ingar segja svo sáralítið um skyldleika verka og eru raunar enganveginn neitt á- mælisverðar, því það er rétt eins leyfilegt að færa sér í nyt uppgötvanir annara við byggingu leikrita eins og byggingu húsa, og líkar kringumstæður gætu verið fyrir hendi í tveim löndum sínu á hvorum tíma. Lík- lega er það sanni nær að Gestagangur hefði orðið annað og mun betra leikrit ef líking þess við Sex verur leita höfundar hefði ver- ið önnur og djúpristari. Við gætum því hæglega orðið margs vísari við að bera þessi tvö verk saman. Og kynni þá að vísu að koma í ljós annars konar nýstárleiki. 176
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.