Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Side 86

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Side 86
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR — ÞaS klœSir þig miklu betur aS vera bjartsýnn. Þannig þekki ég þig og vil haja þ‘g- — Vilt haja mig? Einsog þér sé ekki sama hvernig ég er? — Hversvegna segirSu þetta?“ og það eru þessir og aðrir viðlíka liiutir, sem áhorfendum er ætlað að taka alvarlega, efnisþráður verksins og inntak persónanna er svo lítilla víðerna að væri leikritið um- skrifað í sögu eru áhöld um það hvort sú saga mundi verða tekin sem framhaldssaga í Hjemmet ellegar Familie Journaien. Að lokum er búið að rekja þessa biáu þræði tii enda og þá er kallað á vafasentd tilverunnar líkt og lækni að banabeði verksins — útfrá tómleika og innihaldsleysi verksins vex sönnunin um tilveruleysi almennt og áhorf- andanum er greint frá þvf að f rauninni sé hann ekki til nema þá bara í einhverri þykj- ustu, verði hann ánægður með það að vera ekki til þá getur honum svosem verið sama um að Gestagangur sé gott og gilt verk Þannig er sköpunarferlið í Gestagangi einna helzt öfugt við það, sem gerzt hefur með Sex verur leita höjundar. Það er byrj- að á því að skera á alla þræði við umhverf- ið svo enginn angi veruleikans á leið inní verkið og það verður nánast endileysa, sið- an kemur efaheimspekin og sannar að þetta geti verið gott og gilt einsog lífið sjálft, sem líka er vitleysa og í bezta falli leikur. Það er semsé ekki svo mjög formlíkingin við verk Pirandellos, sem skiptir máli, heldur hitt að bakvið þessa formlíkingu felst sú sameiginlcga lífsfílósófía; heimurinn er „blöff“ — einmitt þetta, sem Kiljan gerir napurlega grín að í Strompleiknum. Og varla er það tilviljun að sama hugsunin skuli bera uppi þessi tvö verk, sem Þjóð- leikhúsið sýnir í vetur, þó með ólíkum hætti sé. í þessu sambandi kemur mér það í hug að einhvers staðar las ég eftir Sigurð A. Magnússon aðfinnslur til íslendinga, eitt- hvað á þá leið, að þeir þættust vera bók- menntaþjóð en kynnu þó ekki að lesa „sál- fræðilegar bókmenntir". Hann hafði að vonum reiðst þessari heimsku landa sinna. En, veláminnzt, hvað er bókmenntaþjóð? Hversvegna eru íslendingar bókmennta- þjóð? Þó við læsum fleiri blaðsíður en aðrar þjóðir að jafnri höfðatölu værum við ekki bókmenntaþjóð fyrir það, ónei. Höfum við orðið fljótari til en aðrar þjóðir að átta okkur á góðum skáldskap? Ónei, svarar garnagaul velflestra góðskáldanna, sem gengin eru. En samt erum við bók- menntaþjóð. Fyrir það fyrst og fremst að til skamms tíma hefur þjóðin verið í bók- menntunum, samband skálda við allar etétt- ir þjóðfélagsins hefur verið heint og óhindr- að því skáldin og bókmenntir þeirra hafa sprottið upp úr tiltölulega heilsteyptu þjóð- félagi. Við erum bókmenntaþjóð vegna þess að þjóðin hefur heil og óskipt lagt bók- menntunum til uppistöðurnar í lífsafstöð- unni, ídeológíu bókmenntanna. Með öðrum orðum — á Islandi hafa ekki náð að þróast neinar teljandi yfirstéttarbókmenntir, en skáldin hafa verið talsmenn þess heila veru- leika, sem kringum þá var. Nú eru þær „sálfræðilegu bókmenntir“, sem S.A.M. á við, vissulega sérkapítalískt fyrirbæri og f jalla urn manninn slitinn úr öllu félagslegu samhengi og hafna raunar yfirleitt í ein- hverskonar afneitun á manninum. Það er því fullkomin tímaskekkja að ræða um ís- lendinga sem bókmenntaþjóð frammi fyrir þessum sálfræðilegu bókmenntum, tími þeirra er ekki kominn fyrr en lögmál frjálsr- ar samkeppni eru búin að liða þjóðina sundur í hagsmunalega andstæða hópa, sent eiga ekkert sameiginlegt mat á bókmennt- nm fremur en öðru. Hinsvegar þykir mér ólíklegt, að Sigurður þurfi að örvænta um eftirspurnina eftir sögum og leikritum, sem 178
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.