Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Page 89

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Page 89
UMSAGNIR UM BÆKUR tíma mönnum, sem gerl hafi minna úr hon- um sem manni og höfðingja en efni standa til. Hvað lá nú nær, er þessu efni höfðu verið gerð skil, en taka til meðferðar þann manninn, sem skrifað hafði sögu Sturlunga- aldarinnar og lagt allt þetta rannsóknareíni upp í hendur nútímamönnum, sagnaritar- ann Sturlu Þórðarson? Þetta varð líka næsta og nú sem stendur síðasta rit höf- undarins í þessum flokki. Þannig hafa rætzt bókstaflega á Gunnari Benediktssyni hin fornu orð Hávamála um hina sífrjóvu sköp- unargleði: „Orð mér af orði orðs leitaði, verk mér af verki verks.“ II Sturla Þórðarson var einn af höfðingjum landsins á Sturlungaöld og meira eða minna virkur þátttakandi í flestum stórviðburðum hér á landi um sína daga. En hann gegnir aldrei forustuhlutverki, og það er eins og hann þurfi ávallt að styðjast við sér sterk- ari mann. Hann gerist fylgdarmaður Sturlu Sighvatssonar, frænda síns, er með honum í Apavatnsför 1238 og berst með honum á Örlygsstöðum sama ár. Hann gerist aðili að Skálholtsreið í ársbyrjun 1242 með Órækju Snorrasyni í því skyni að koma fram hefndum á Gizuri Þorvaldssyni fyrir víg Snorra Sturlusonar. Hann er á sáttafundin- um fræga við Hvítárbrú, þar sem Órækja er svikinn í tryggðum og síðan sendur utan, en Sturia sjálfur fenginn í vald Kolbeini unga. Eftir að Þórður kakali hefir tryggt sér valdaaðstöðu, gerist Sturla hans maður. Síðar slæst hann í fylgd með Hrafni Odds- syni, gerir síðar sætt með ráðgerðum tengd- um við Gizur Þorvaldsson, situr í brúð- kaupinu fræga að Flugumýri 1253 og ríður þaðan daginn fyrir brennuna. Um sömu mundir gerir hann bandalag við Þorgils skarða. Hann berst á Þveráreyrum 1255 með Þorvarði Þórarinssyni og Þorgilsi skarða gegn Hrafni Oddssyni og Eyjólfi ofsa. Árið 1259 gerist hann lendur maður Gizurar jarls, en 1262, sama árið sem ís- lendingar sóru Noregskonungi land og þegna, rak Hrafn Oddsson Sturlu utan á vald Hákonar konungs. Einkaheimild um þessa atburði flesta og aðalheimild um aðra er Islendinga saga Sturlu Þórðarson- ar, sem er meginás Sturiungusafnsins, eins og kunnugt er. Það er oft og tíðum erfitt og vandasamt að skýra afstöðu Sturlu til atburða þeirra, sem hann segir frá, eða gera sér grein fyrir þætti hans í rás viðburðanna. Hann er stutt- orður að fomum sið og skýrir sjaldan bein- línis frá hugsunum og áformum söguhetj- anna, og er hann sjálfur þar ekki undan skilinn. Og þar sem hann er svo víða við söguna og lengur en flestir aðrir, verður hlutur hans torráðnari en flestra samtíðar- manna hans. Hann er eins og huldumaður að baki sögunnar. Örugglega er þó víst, að hann einn höfðingja Sturlungaaldar vann að því um langt skeið á bak við tjöldin að hnekkja ásælni og yfirgangi eriends valds hér á landi, enda uggði hann mjög um sinn hag, er hann var utan rekinn á vald kon- ungs. Jafnvíst er og hitt, að hann var ekki til forustu fallinn, heldur kaus að vinna í skjóli við sterkari eikur, einkum með hygg- indum og djúpsettum ráðum eins og Njáll forðum, — en því miður með svipuðum árangri og hann. Til þess að skýra hvarfl Sturiu frá einum höfðingja til annars rekur Gunnar Benediktsson viðburðasögu tíma- bilsins mjög rækilega með tilliti til Sturlu og færir að því sterkar líkur, að hann hafi léð áðurnefndum höfðingjum stuðning sinn og fylgi í þeirri von og í því trausti, að hann væri hverju sinni að efla innlendan höfðingja gegn konungsvaldinu, mann sem næði allsherjar völdum í landinu og fengi svo sterka aðstöðu, að hann gæti boðið er- lendri ásælni byrginn. Sumir þessara höfð- ingja, eins og Þórður kakali og Gizur Þor- 181
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.