Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Page 92

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Page 92
TÍMARIT MÁLS OG M ENNINGAR bókmenntalestur, yrkja ljóð og sinna ann- arri fagurfræði, — og hinsvegar krafan um að feta krókalaust þann veg, er stefndi til æðri embætta, þ. e. nauðsyn hins unga lista- manns til að gefa sig allan að laganámi, sem hefur hlotið að vera honum öðrum þræði óhjákvæmilegt kvalræði. Hefur sjálf- sagt margur mátt standa í svipuðum spor- um fyrr og síðar. Og útkoma Hannesar á lagaprófinu varð síðan slík, að það voru aðrir og meiri verðleikar, sem ruddu hon- um braut til stórra embætta og forystu í þjóðmálum, fyrst og fremst andlegt atgervi, þótt nokkur ættarstyrkur hafi eflaust flotið með. En þótt Hannes gæti ekki sinnt hugð- arefnunum sem skyldi, ber það sem eftir hann liggur skáldskaparkyns þess vott, að þar var tvímælalaust gott skáld á ferðinni. Þegar það er haft í huga ásamt þeirri stað- reynd, að hann var virkur þátttakandi í út- gáfu tímaritsins Verðandi 1882 og þarmeð einn brautryðjandi realismans í íslenzkum bókmenntum, verður saga Hannesar veiga- mikill þáttur í bókmenntasögu þjóðarinnar. Fyrir þessum þætti er gerð nokkur grein í ritinu, svo að ég fyrir mitt leyti get unað við það eftir atvikum. Þó er mér nær að halda, að því hefði mátt gera talsvert fyllri skil á kostnað stjórnmálanna. En mér virð- ist stefna höfundar ótvírætt sú að helga mest rúm þjóðmálabaráttunni og foryst- unni, er Hannes tekur á þeim vettvangi. Nokkru eftir að bókin kom út var á það bent, að Kristjáni Albertssyni hafi skjátl- azt, er hann taldi Hannes Hafstein höfund að grein um útför Jóns Sigurðssonar í Norðlingi 1880, en grein þessa tilgreinir Benedikt Gröndal í skrá yfir ritverk sín. Mér virðist einsætt, að í þessu atriði fari höfundur villur vegar og eigni Hannesi það, sem hann ekki á. Með þá staðreynd í huga, er eigi unnt að gefa til kynna hverjar póli- tískar tilfinningar hafi bærzt með Hannesi á umræddum skólaárum í Reykjavík, svo sem höfundur gerir. Annars sýnist mér þetta raunar ekki ýkja mikilvægt atriði í sjálfu sér, svo að undarlegt má þykja, að Kristján Albertsson skuli hafa þverneitað opinberlega að viðurkenna að rökin mæli gegn honum í þessu máli. Er það einna helzt í ætt við hina algengu pólitísku rök- heldu nútímans, því að vissulega er mann- legt að skjátlast! Verður því ekkert sagt um stjórnmálaskoðanir Hannesar fyrr en hann snýr heim frá námi. Koma þær fyrst og fremst fram á Þingvallafundinum 1888, þar sem hann stóð einn gegn því, að stjóm- arskrárbaráttunni yrði haldið áfram á fyrra grundvelli, þ. e. andstaða við stefnu Bene- dikts Sveinssonar. I þessum efnum virðist Hannes helzt hallast að skoðunum þeirra rnanna, sem töldu stjórnarskrárbaráttuna ærið vafasama eins og á stóð og réttara að leggja áherzlu á baráttu fyrir praktískari hlutum, atvinnu- og f járhagsmálum eða öðr- um slíkum framfaramálum, því að innlend stjórn muni óhjákvæmilega fylgja í kjölfar- ið. Tel ég víst, að Hannes hafi þar verið undir áhrifum móðurbróður síns, hins merka athafnamanns Tryggva Gunnarsson- ar. Leið síðan nokkur tími, þar til Hannes fór að láta að sér kveða í stjórnmálum, en eftir að hann hafði tvívegis boðið sig fram til þings, og fallið í bæði skiptin, var að- eins um tíma að ræða, hvenær hann kæmist í fremstu víglínu stjórnmálanna. Nærri helmingur bókarinnar fjallar um stjórnmálabaráttuna frá því Valtýskan kom fram og þar til heimastjórn fékkst. Segja mætti eflaust, að sá aðdragandi að þætti Hannesar sjálfs sé ftarlegar rakinn en brýn nauðsyn sé á, svo að að ósekju hefði mátt stytta hann talsvert Hannesar vegna. Þrátt fyrir það er alltaf fróðlegt að rifja þessa sögu upp og hér er hún dregin upp á all- ljósan hátt. í sambandi við þennan merki- lega þátt stjórnmálasögu aldamótanna og viðureign Valtýs Guðmundssonar og Hann- 184
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.