Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Page 94
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
ckki benl á neinn ákveðinn mann til að
taka við ráðherrastarfinn og selja þar með
Dönnm sjálfdæmi í málinu. Nú að hálfri
öld liðinni er tæpast ágreiningur um það,
að enginn hafi verið betri kostum búinn en
Hannes til að takast á hendur hið virðu-
lega og vandasama embætti. I bókarlok hef-
ur Iiannes sem sagt verið skipaður í þessa
stöðu, og mun því væntanlega í síðara bind-
inu verða rakin á samfelldan hátt stjóm-
málasagan eftir 1904. Mun vafalaust mörg-
um leika forvitni á að sjá hversu til tekst,
því að þar er að ýmsu leyti um óplægðan
akur að ræða.
Það er eftirtektarvert þegar athuguð er
hin snarpa senna milli flokka þessa tíma í
hvaða átt blöðin eru að stefna í málflutn-
ingi sínum. Nú taka þau að fyllast æsiskrif-
um, rógi og svívirðingum í garð andstæð-
inganna meira en nokkru sinni fyrr. Þar
með var vikið af braut hinna málefnalegu
vinnubragða, sem voru einkennandi fyrir
Jón Sigurðsson og flesta þá, sem um stjórn-
mál rituðu á 19. öld, þótt vissulega væru til
undantekningar í þeim efnum. Hér virðist
mér ótvírætt mega greina fyrstu sporin á
þeirri sorglegu þróunarbraut, sem íslenzkir
stjórmnálahöfundar hafa troðið í æ ríkara
mæli og náð hefur e. t. v. hámarki á okkar
tímum.
Bókin um Ilannes Hafstein er hin þokka-
legasta að útliti og frágangi, prófarkalestur
virðist góður og prentvillur fáar. Ekki verð-
ur hnotið um nein umtalsverð mállýti.
Fjöldi mynda prýða bókina og eru góðar
flestar, en aðrar full daufar og hafa illa
prentazt. Skemmtilegt er að sjá málverk og
teikningu eftir Ilannes sjálfan, en þær
myndir bera þess merki, að honum liefur
verið fleira til lista lagt en ljóðagerðin ein.
Að einu atriði vil ég loks víkja hér síðast
en ekki sízt, sem ég felli mig ekki alls kost-
ar við. Höfundur tekur þá stefnu að til-
greina ekki nákvæmlega, hvorki neðanmáls
né í bókarlok, hvar þær tilvitnanir, sem
hann hefur sótt í blöð, bækur eða bréf, er
að finna. Hér sýnist mér höfundi hafa orðið
á veruleg mistök, sem ég tel ástæðu til að
gagnrýna harðlega. Þessi háttur, sem hér er
hafður á rýrir gildi verksins sem áreiðan-
legs sagnfræðilegs heimildarrits.
Hvað sem aðfinnslum líður að öðru leyti,
fagna ég því að fá sögu okkar fyrsta inn-
lenda ráðherra og vinsæla þjóðskálds. Sú
saga liðins tíma skírskotar til nútíðar og
er okkur, sem nú lifum, í senn lærdómsríkt
fordæmi og eldheit eggjun að standa traust-
an vörð um þá heimastjórn, sem fslending-
ar aldamótanna áunnu þjóð okkar með
harðfylgi og þrautseigju.
Einar Laxness.
íslenzkar þjóðsögur og ævintýri
Safnað hefur Jón Árnason.
Ný útgáfa I.—VI.
Ámi Böðvarsson og Bjarni
Vilhjálmsson önnuðust útgáfuna.
Bókaútgáfan Þjóðsaga.
Prentsmiðjan Hólar h.f.
Reykjavík MCMLIV—MCMLXI.
NÚll er mjög merkileg tala. Eitt sér
merkir það í rauninni ekki neitt, en
styðji það við bak einhverrar annarrar tölu,
er það orðið geysimikilvægt, og í afmælis-
dagareikningi táknar það stórveizlu, þjóð-
eða jafnvel alþjóðahátíð. Þrettán pilárar
mætast í hjólnöfinni, en þó stæði vagninn
fastur, ef þar væri ekki gat. Það er gatið,
núllið, sem skiptir höfuðmáli. Ártalið ’62
er þeirrar undarlegu náttúru í íslenzkri
sögu að draga eftir sér slóða af 0- og 00-af-
mælum! í ár eru liðin 700 ár frá því, er
Gissurarsáttmáli var gerður, 400 ár frá
Kópavogseiðum og 200 ár, frá því að fjár-
186