Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Síða 22
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
ónauðsynlegar ef allir fylgdu boðorð-
unum fjórum.
Arangurinn af umbótastarfinu er í
réttu hlutfalli við barnaskapinn. Og
láta þó siðvæðingarmenn óspart í
veðri vaka að þeir hafi komið við
sögu heimsmála, leyst úr vandamálum
Afríkuþjóða, sett niöur kynþáttadeil-
una í Little Rock, ráðið miklu um úr-
slit landhelgisdeilu íslendinga og
Breta. Þeir reka ósleitilega áróður
fyrir málstað sínum og gerast þá oft
óvandir að meðölum, um eitt skeið
stunduðu þeir þá iðju að kaupa upp
heilar síður í ýmsum stórblöðum und-
ir auglýsingar um sitt eigið ágæti.
Síöan vitnuðu þeir til þessara auglýs-
inga og kölluðu það ummæli blað-
anna.
Árið 1955 fóru þeir í hnattför með
mikiÖ lið, sýndu þá söngleik sem
Peter Howard hafði samið að undir-
lagi Guðs og Buchmans. Þeim tókst
að ginna Bandaríkjastjórn til þess að
lána þrjár herflugvélar til að flytja
þetta áróðurslið. Söngleikurinn
„Vanishing Island“ átti að sýna átök
austurs og vesturs og lýsir því hvern-
ig siÖvæÖingin kemur til skjalanna og
bjargar öllu við. Bandarísk blöð og
ýmsir fulltrúar utanríkisþjónustunn-
ar sáu skjótt hverskyns var og varð
ljóst að áliti Bandaríkjanna var stefnt
í voða. Bandarískur almenningur
reiddist þessu bruðli með ríkisfé og
utanríkisráðuneytið í Washington sá
sér ekki annað fært en fyrirskipa
sendiráöum sínum í þeim löndum er
flokkurinn heimsótti, að taka af öll
tvímæli um að stjórnin væri á engan
hátt viÖriðin förina. Flugmálaráð-
herra sá sem lánaÖ hafði vélarnar
sagði af sér embætti og siövæðingin
varð að lokum neydd til að punga út
fyrir leigunni á þeim, 124.930,00
dollara. Ekki munar Guð um slíkt
smáræði.
Peter Howard hefur skrifað heila
bók þar sem hann hrósar söngleik sín-
um í hástert og fer mörgum orðum
um gífurlegar vinsældir hans og frá-
bærar viðtökur. M. a. varð Sjang Kæ
Sjekk snortinn af leiknum er hann
var sýndur á Formósu undir nafninu
„Island with the Key“. (Af „sálfræði-
legum ástæðum“ þótti ekki fært að
halda hinu upprunalegu nafni þegar
leikurinn var sýndur á Formósu!!!)
Syngman Rhee og stjórn hans tóku
flokknum með kostum og kynjum er
hann kom til Seoul. Utanríkisráð-
herra Kóreu lét svo um mælt við það
tækifæri: „Ég er sannfæröur um að
miklar hörmungar munu dynja yfir,
ef andi siðvæðingarinnar sigrar ekki
í heiminum.“ Syngman Rhee hefur nú
fengið að kenna á ósigri siðvæðing-
arinnar heima fyrir. Dr. Konrad
Adenauer kanzlari Vesturþýzkalands
lét í ljós stuðning sinn við siðvæð-
inguna með því að senda sérlegan
fulltrúa á þing þeirra á Mackinac-
eyju. Fyrir valinu varð augasteinn
hans, dr. Theodor Oberlander, flótta-
212