Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Qupperneq 27

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Qupperneq 27
ÞOKAN berginu. Hún horfði út í ljósgráa þokuna. Það hélt áfram að vera þögn. Svo sneri hún sér við og settist við hlið hans. „Viltu ekki tala við mig?“ sagði hún. „Ætlarðu ekki að segja neitt við mig? Þú varst ekki orðinn svona í fyrrakvöld, á ballinu, þú skemmtir þér á ballinu, var það ekki? Þú gerðir það, ég sá það. Ég var farin að vona að þetta væri hætt að koma yfir þig. Svei mér þá, ég var næstum farin að halda það.“ Hann þagði. Hún horfði í gaupnir sér, sléttaði með löngum sterklegum höndunum úr fellingum á brekáninu. Þegar honum þótti þögnin of löng og óviðkunnanleg sagði hann: „Þú þarft ekki að vera með þessi látalæti. Þú veizt að ég vil vera einn, ég vil að við hættum að vera saman, ég er búinn að út- skýra það fyrir þér, þú átt að skilja það.“ „Ég hélt kannski að þú mundir vilja tala við mig. Stundum höfum við getað talað saman þótt þú værir niðurdreginn eins og núna. Stundum hefur þér þótt betra að tala við einhvern.“ „Bráðum fer ég burt,“ sagði hann. „Ég get komið aftur,“ sagði hún. „Nei komdu ekki aftur. Það er bezt þú komir ekki aftur, þú skilur það.“ Hún fór. Hvarf aftur í þokuna. Móðir hans' sem hafði verið að bjástra í eldhúsinu hafði kallað til stúlkunnar um leið og hún var að fara og boðið henni upp á kaffi. „Nei takk, ekki núna,“ hafði hann heyrt hana segja. „Ég var að setja upp ketilinn,“ sagði móðirin. „Þú hleypur ekki í burtu án þess að þiggja eitthvað.“ „Ekki núna,“ hafði stúlkan sagt. „Einhvern tíma seinna.“ Svo hafði hún flýtt sér fram ganginn. Hann velti því fyrir sér hvort hún mundi hætta að koma. Hún hafði alltaf komið aftur, auðmjúk og sveigjanleg, og hann hafði tekið á móti henni eins og ekkert hefði gerzt, eins og hún væri ennþá sú sama. Hann spurði líka sjálf- an sig hvort hann gæti skipað henni burt ef hún kæmi, hvort hann léti verða af því að vera sjálfum sér samkvæmur þótt hann þráði hana í einverunni. Stundum fannst honum hún fyrirlitleg og skopleg, því hvers vegna lét hún troða á sér og hélt áfram að flaðra? Atti hún ekkert stolt? Eða átti hún ef til vill stolt sem hann þekkti ekki; sem hún átti ein og enginn vissi um ? Eitthvað sem jafngilti stolti? 217
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.