Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Síða 35

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Síða 35
VÖLUNDARHÚSIÐ endar og stórborgin tekur við. Fyrir enda þessarar götu skín gluggi með sterku segullj ósi eins og viti. Stór bogagluggi. Ef horft er á hann langt innan úr göt- unni er hann næstum eins og sólbjart auga guðs almáttugs á kirkjuglugga úr lituðu gleri. Oftast fer það svo, að sá sem lendir í mjóu, beinu götunni stefnir nauðugur viljugur á þetta ljós. Og ef hann á engan vilja lengur dregst hann þangað af ómótstæðilegu afli. Það er eitthvað undarlega lokkandi og dular- fullt við þetta ljós — frá völundarhúsinu séð. Og samt er þetta ósköp venjulegur gluggi á neðstu hæð í stóru húsi. Húsið er líka ósköp venjulegt, ósköp hversdagslegt í allri sinni oflátungsfullu stærð. Eitthvert Grand Hótel kannski, eða klúbbur. Ef litið er inn um gluggann sem gleymzt hefur að draga fyrir, munu menn sj á inn í afskaplega fínt og afskap- lega óaðfinnanlega búið herbergi, eins fellt og smellt og aðeins hið afskap- lega fína og óaðfinnanlega getur orðið. A miðju gólfi er borð með kertaljós- um, og við borðið sitja þrír ungir herrar og spila. En menn skulu ekki halda, að þetta spil bjóði uppá eitthvað æsandi! Þetta er venjuleg, hálfsofandi kvöld- bridge, gullhrúgurnar eru óverulegar og stækka og minnka ósköp hægt og hátt- bundið. Spilin falla jafn tregt og letilega og orðræður spilamannanna. Og spilamennirnir sjálfir vekja ekki heldur neina sérstaka athygli. Hinn fíni og óaðfinnanlegi samkvæmisklæðnaður þeirra er aðeins tilheyrandi þáttur í hin- um fína og óaðfinnanlega húsbúnaði þarna inni. Maður gæti næstum freistazt til að segja það sama um þá sjálfa. Þrír veluppaldir og velklæddir ungir menn sem eru að eyða kvöldinu á lögmætan hátt á lögmætum stað — þetta er það sem glugginn sýnir okkur. Kannski er þó í fari og svip eins þeirra — einmitt þess sem situr beint á móti glugganum — eitthvað alltof viðkvæmnislegt og jafnframt alltof lifandi til þess að hann geti talizt fullkomlega óaðfinnanlegur, fullkomlega og örugglega óaðfinnanlegur. Og ennfremur — þessi ró, þessi áhyggjulausa og ofurlítið sérgóða vellíðan, þessi kalda, örugga kæti í fasi ungmennanna þarna inni, hlýtur þetta ekki að vera dásamlegt, næstum ofvaxið öllum skilningi, fyrir augum manneskju- rekalds sem gengið hefur á lokkandi ljósið og er nýsloppin út úr skuggaheimi völundarhússins ? Stúlkan hefur stanzað við gluggann, hreyfir sig ekki. Augu hennar verða smámsaman stærri. Þarna inni halda spilamennirnir áfram sinni hálfsofandi og óaðfinnanlegu bridge. Allt er rólegt, tryggt, sjálfu sér líkt.. Heimurinn umhverfis þá er stór- TÍMARIT máls oc mennincar 225 15
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.