Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Qupperneq 44

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Qupperneq 44
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR fettur og brettur sem hann gerir, þeim mun erfiðara finnst honum viðfangs- efnið. Æi, víst má svosem skrýða þennan líkama silki og fölskum demöntum — en þegar hann virðir betur fyrir sér fölt og harðlegt stúlkuandlitið, í senn bæði þrjóskufullt og viðkvæmnislegt, finnst honum allt sitt glingur, allt flauel- ið og silkið, glerdemantar og vaxperlur fátæklegri og falskari en nokkru sinni fyrr. Hann hristir höfuðið og andvarpar, andvarpar svo þungt, að stúlkan hrekkur upp frá hugrenningum sínum. Sjálf er hún ekki þannig, að erfitt sé að gera henni til hæfis. Hún brosir að vandræðum hans, velur úr hrúgunni, tekur það sem hendi verður næst. Hvort hún „gerir lukku“ í kvöld og vinnur fyrir brauði sínu og frú Grossman sem hirðsveinn eða greifafrú, sem Carmen eða Rosína, það gildir einu — það sem menn heimta af henni er þó og verður um alla eilífð ætíð hið sama. Fram fyrir spegilinn þá, treindu ekki þrautirnar, láttu hendur standa fram úr ermum, herra þúsundþjalasmiður, skrýfðu hár hennar eins og á gleðikonu eða heil- agri guðsmóður. Gildir einu hvort heldur er, gildir einu! Gildir einu. — Og allt í einu er bronsgrímu kæruleysisins svipt af andliti stúlkunnar! Líf, ráðaleysi, ótti, örvænting — og í örvæntingunni samt sem áð- ur ofurlítill vottur af undarlegri, skjálfandi gleði. Jafnvel þúsundþjalasmiður- inn hrekkur við, þó aðeins eitt andartak, því tilefnið er ómerkilegt. Ys og þys í næsta herbergi, spjall, hlátur. Frú Grossman og vinkonur hennar hafa fengið heimsókn, tvo unga herra sem af fötunum að dæma eru á leið á grímuballið. Er það nokkur furða, þótt stelpurnar hlæi, þótt frú Grossman brosi! Annar herrann er bersýnilega „heimagangur“, rösklega, kunnuglega, og ofurlítið meir en kunnuglega hjálpar hann stúlkunum í yfirhafnirnar. Rekur á eftir þeim — bíllinn bíður. Hinn herrann er ekki eins heima hjá sér í þessu um- hverfi, hlédrægari. En einnig hann á orðaskipti við kjaftforar stúlkurnar, hlær. Samt sem áður er það hláturinn hans, röddin hans sem veldur breytingunni. Fegurðardísir eiga til sína duttlunga — hver ætti svosem að vita það betur en hinn áhugasami og listfengi vinur þeirra. En allt á að vera í hófi — ein- hversstaðar verður að setja takmörk! Og þegar nú stúlkan sem innan skamms átti að verða töfrandi greifafrú eða kersknisfullur lítill hirðsveinn sprettur skyndilega upp og eyðileggur þannig allt handaverk hans, slítur af sér fallega glingrið hans og vöðlar því saman á milli handanna — þá er það að ganga of 234
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.