Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Side 58

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Side 58
GESTUR O. GESTSSON Illa leikið reikningsdæmi SEINASTA dæmið í reikningsbók Ólafs Daníelssonar hljóð'ar: „Afgirtum grasbletti er skipt með þvergirðingu í tvo jafna hluta, og er gert ráð fyrir, að hann sé allur jafnloðinn og að grasið vaxi jafnt og þétt. Á öðrum hluta blettsins hafa 7 kýr næga beit í 10 daga, og á hinum eru 8 kýr, og hafa þær beit í 9 daga. Hve margar kýr mætti setja á blettinn óskiptan til þess að þær hefðu næga beit í 7 daga?“ Þetta væri ljóst og létt hugareikningsdæmi, ef gefnar tölur svöruðu full- komlega til orðanna. Breytum því tölum og segjum: 7 kýr nauðbíta hálfan reitinn á 12 dögum. 9 kýr hafa beit á hinum helmingnum í 9 daga. Hve marg- ar kýr hefðu þá haft beit á öllum reitnum í 8 daga? Svo reiknum við í hug- anum: 7 kýr eyða á 12 dögum 7-12 dagbeitum = 84 dagbeitum. 9 kýr eyða á 9 dögum 9 • 9 dagbeitum = 81 dagbeit. Færri kýrnar hafa 3 dögum lengri beitartíma, og eyða meira fóðri sem nemur 3 dagbeitum. Grasvöxturinn er því 1 dagbeit daglega, á hálfum reitnum, og grasmagn í upphafi beitar 72 dagbeitir. [(84 — 81) : (12 — 9) =1; 84—12 = 81 — 9 = 72] Á hálfum blettinum vex því grasið á 8 dögum úr 72 dagbeitum, í 80; en það er 10 kúa beit í 8 daga. ((72 + 8) : 8 = 10). Snúum nú aftur að réttri gerð dæmisins. Það á að æfa jöfnur, svo að við gefum duldum tölum nöfn: x = fjöldi kúnna sem beita má á allan blettinn í 7 daga. y = fóðurmagn blettsins, talið í dagbeitum, við upphaf beitar. z = daglegur grasvöxtur, talinn í dagbeitum. Dagbeit er það gras sem ein kýr eyðir (bítur og bælir) á einum degi. Hér má rita og reikna jöfnur á ýmsa vegu, þar á meðal svo: 248

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.