Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Page 69

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Page 69
ALBERT JOHN LUTHULI væðingarinnar að hinir svörtu deilast líka í stéttir og stéttahópa (með sögulegum frá- vikum), ekki síður en hinir hvítu. Því klofnar víða sem stendur kynþáttavanda- málið í frumeindir sínar, stéttaandstæðurn- ar. Einmitt á þessum grundvelli er hin nýja nýlendustefna möguleg, vegna þess að hún getur beitt fyrir sig uppvaxandi, veikri borgarastétt í nýjum þjóðríkjum, gegn hin- um vinnandi fjölda, sem afkastar miklu meira við skilyrði borgaralegs „frelsis", en áður í nýlenduþrælkun. Við minnumst ekki á lönd eins og Portú- gal, Nató-félaga íslendinga, sem ætla sér með blóði og eldi að viðhalda hinni gömlu, úreltu nýlendustefnu í Angóla. Aftur til Suður-Afríku. Hin hvíta stjómarandstaða. sem berst gegn Apartheid-stefnu þjóðemissinna. vill selja blökkumönnum kosningarréttinn, en dým verði, — meðalárslaun svarts námu- manns um 1950 voru 51 sterlingspund, á meðan hvítur samstarfsmaður hans fékk 710 sterlingspund fyrir sömu vinnu.1 Oppenheimer dreymir um kosningarrétt, friðsöm verkalýðsfélög, almenningshluta- bréf, „meðákvörðunarrétt", afborgunar- möguleika — blökkumaðurinn á að halda að hann eigi eitthvað, þótt hann hafi ekkert að segja yfir auðæfum lands síns. Fólksbíl- ar í stað ókeypis veikinda- og ellitrygginga. Horror-kvikmyndir í stað ókeypis húman- ísks skólauppeldis! Luthuli brosti, þegar hann gekk um gamlar götur Evrópu. Hann er þýðingar- mikill maður, þúsundir trúa á hann og þeir voru styrktir í trú sinni með þessum Nobels- verðlaunum. En andspænis þeirri staðreynd, að hin framsækna hreyfing í Suður-Afríku hefur víðari sjóndeildarhring en ANC einn saman, hlýtur Luthuli að leggja fyrir sig þessa spurningu: Var þetta siðsemdarverkn- aður, eða var verið að klappa mér á öxlina? 1 S. H. Frankel: „The Economic Impact on underdeveloped Societies", Oxford, 1953, 259

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.