Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Qupperneq 81

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Qupperneq 81
UMSAGNIR UM BÆKUR finna ættland sitt aftur frjálst af erlendura her og innlendum þýjum, þótt þokan sé ó- neitanlega dimm um þessar mundir. Jðn frá Pálmholti. Hannes Pétursson: Sögur aS norðan Helgafell, 1961. Sögunum í þessari smásagnabók er öllum sitthvað sameiginlegt, einkum þó aug- Ijós frásagnargleði höfundarins, og harla persónulegur blær er á þeim flestum. Tungutakið er víða mjög fágað, það er orð- færi þess manns sem hefur vanizt að aga mál sitt, Og endaþótt manni geti fundizt samlíkingar óheppilegar á stundum og ým- islegt mátt betur orðast, verður ekki annað sagt en Hannes Pétursson komi fram sem mjög hlutgengur smásagnahöfundur þegar í þessari fyrstu prósabók sinni. Ég segi fyrstu, því ég vonast fastlega til að hann skrifi fleiri. Stundum geta þessar frásagnir borið keim af óhugnanlegri þjóðsögu (Ferð inn í fjallamyrkrið), í annan stað orkað sem sál- fræðileg analýsa, þótt höf. ætlist máski alls ekki til þess (í haustbrimunum), en flestar eru þær ofur auðskildar og yfirmáta alþýð- legar, bera í heild sinni nafn með rentu: sögur að norðan, myndir frá sjóplássum og úr sveitinni, segja jafnan frá einum ein- stakling, en aðrir aukaatriði. Það er reynd- ar mikið einkenni íslenzkra smásagna fyrr og síðar. Endaþótt brugðið sé upp óhugnanlegum lýsingum á stöku stað, er eitthvað mjög hýrlegt við sögur þessar í heild. Þar um veldur sú frásagnargleði höfundar sem ég áður minntist á, og svo það, hvemig aug- um hann lítur á hlutina. Þegar bezt lætur er frásögnin í skyldleika við sum af ljóðum hans, og er það ekki nema ofur eðlilegt. Það er eitthvað fjarska notalegt við þetta umhverfi, manni finnst saga sögð í þröngu, vinalegu eldhúsi; það vex blóm í gluggan- um. En mistækur er höf. þó. Brúarvígslan er t. d. að mínum dómi harla veik saga innan- um hinar, líklega vegna þess að þar kemur manni ekkert á óvart — nema ef vera skyldi hvað hún er rislág í heild, alltaðþví billeg. Sem algjöra andstæðu hennar vil ég nefna þann ágæta þátt Kvenfólk og brennivín, þar sem farið er af nærfæmi og kunnáttusemi höndum um efni, sem allteins hefði getað farið í handaskolum eins og hið fyrmefnda. Kvenfólk og brennivín er saga af því tagi, að þótt maður viðurkenni að hún sé „búin“, langar mann til að frétta miklu meira af hetjunni Jóni Sigursveinssyni í leit hans að konuefni. Maður eins og hann gefur tilefni til þess að skrifað sé um hann lengra mál, ekki endilega skáldsaga, kannski miklu fremur margar smásögur. Það er ekkert efa- mál, að slíkur mömmudrengur er tilvalið söguefni, í ólíkustu sitúasjónum. Því mömmudrengur hlyti hann ætíð að vera — eins þótt hann fyndi „týpuna sína“ og kvæntist. Svo er um fleiri þessara sagna, að ýmsum venjulegum lesendum mun finnast þær „detta botnlausar niður“, eins og kvenfólk- ið orðar það. En um það er ekki að sakast, þótt höf. sleppi pennanum þegar honum finnst hann búinn að segja nóg, enda öllum þorra nútíma-smásagna varla ætlað annað meira en bregða upp mynd, tími þeirra andartakið sem er að líða, í hæsta lagi að þær skírskoti til einhverrar sögu sem aldrei er sögð. Smásögur Hannesar Péturssonar bera í heild vott um skýrt og skemmtilegt næmi á umhverfið og einstaklinginn í umhverfinu, hvort heldur sá einstaklingur er í byggð eða uppi á reginfjöllum. Og þær bera vand- 271
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.