Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Blaðsíða 3

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Blaðsíða 3
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR • 24. ÁRG. • DES. 1963 • 4. HEFTI ÓMENNINGARTÆKIÐ ÚTVARP TT'vrir skemmstu gerð'i forseti íslands enskum pótintátum virðulega heimsókn í kurteisis- skyni, eins og siður er með stórmennum þjóðanna. Ríkisútvarpið gerði þá út sérstakan fréttamann til að fylgja forsetanum eftir, svo að það gæti sagt þjóðinni frá þessari för milliliðalaust og án tafar. Hér verður ekki rætt um ferð forsetans né þann pólitíska tilgang hennar sem var augljós og yfirlýstur, en það er tæplega hægt að ganga steinþegjandi fram- hjá þeim einkennilegu frásögnum sem fréttamaðurinn sendi til útvarpsins íslenzka. Hið innantóma og ógeðslega snobb sem Ríkisútvarpið er orðið alræmt fyrir, hefur sjaldan birzt í ömurlegra líki en í þetta skipti. I rauninni hlýtur maður að spyrja hvaða álit sá frétta- maður sem valdist til þessarar ferðar hefur á starfi sínu, hvaða fyrirmyndir hann hefur valið sér. Hefur hann kannski tileinkað sér fréttastíl danska blaðsins Alt for damerne eða lesið enska blaðið Netvs oj the If orld sér til óbóta? Fréttamaður hjá virðulegustu fréttastofnun þjóðarinnar þyrfti að minnsta kosti helzt að gera sér grein fyrir því að vafa- samir brandarar og vatnsblönduð komplíment — jafnvel þó þau fari um munn höfðingja — eru ekki þesskonar fréttir sem sæmandi sé að þylja með salvelsi og andakt fyrir hlust- endum Ríkisútvarpsins, heldur í mesta lagi efni handa skopvísnahöfundum þess. Þetta sem hér hefur verið' nefnt er að vísu enn eitt dæmi um þá andlegu niðurlægingu sem þessi árin hefur náð óhugnanlegu valdi á mörgum íslenzkum menntamönnum, og veldur því að jafnvel þeir sem ekki voru álitnir nema meðaldjarfir hér á landi fyrir nokkr- um áratugum virðast núorðið hafa verið afburðamenn að andlegri reisn, sjálfsvirðingu og festu. Sú hlið málsins mun þó ekki gerð að umræðuefni hér að sinni, heldur skal tæki- færið notað til að fara nokkrum orðum um fréttaþjónustu Ríkisútvarpsins yfirleitt, vegna þess að þetta dæmi er því miður enganveginn einstakur vitnisburður um fréttastíl þess og fréttamat. Ef menn á annað borð ætlast til þess að útvarpið sé menningartæki, hljóta þeir að viður- kenna að eitt fremsta eða jafnvel skilyrðislaust fremsta hlutverk þess sé að flytja almenn- ingi sem fyllstar fréttir af helztu atburðum sem eru að gerast hverju sinni í heiminum og á Islandi. Þetta er reyndar keppikefli allra sæmilegra útvarpsstöðva hvar í heiminum sem er, en er þó enn nauðsynlegra á íslandi en víðasthvar annarsstaðar, þar eð svo hryggilega er ástatt að sá sem les einvörðungu íslenzk blöð er harla fáfróður um þá at- burði sem eru að gerast í heiminum. Fréttirnar sem blöðin birta eru svo ágripskenndar og að auki oftast svo óheið'arlega samdar, að maður er jafnnær. Sumpart kemur þetta til af bolmagnsleysi íslenzkra blaða; jafnvel það blaðið sem stærir sig mest af veldi sínu hefur ekki séð sér fært að hafa fasta fréttaritara í helztu höfuðborgum, ekki einusinni að senda blaðamenn á svið merkisviðburða um leið og þeir gerast. Og hvað þá um hin blöðin sem öll berjast í bökkum fjárhagslega. Af þessum sökum er Ríkisútvarpinu lögð enn þyngri kvöð á herðar en ella væri: það er i einu orði sagt skyldugt til að halda uppi 273 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.