Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Side 25

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Side 25
BANDARÍSK BYLTING og AFL (American Federation of La- bor — gamla verkalýðssambandsins) í því skyni að sameina krafta verka- lýðsins. Enginn minntist á það, að með því væri CIO, sem verið hafði fulltrúi hinna róttækustu afla innan verkalýðshreyfingarinnar í Banda- ríkjunum, að ganga á hönd samtök- um, sem aldrei höfðu boðað banda- rískum verkalýð annað en afturhalds- sama og þröngsýna kaupgjaldspóli- tík. Hið eina sem máli skipti var að gera samtökin sem fjölmennust. Stærðin var mælikvarði á styrkleik- ann. Skæruhernaðurinn náði hámarki 1955. Á því ári gripu verkamenn í verksmiðjum Ford og GM, sem fram að þeim tíma höfðu flestir stutt Reutherliðið í þeirri trú að með því væru þeir að efla verkalýðshreyfing- una, til víðtæks skæruhernaðar um sama leyti og Reuther gerði samning- inn, sem átti að tryggja „föst árs- laun“ (en varð í reyndinni einungis viðhót við atvinnuleysistrygging- una). Skæruliðar víðsvegar um land hentu á lofti vígorðin: „Sérstök stað- bundin kvörtunarefni“ og knúðu sambandið til þess að leyfa þeim að gera staðbundin verkföll út af þess- um kvörtunarefnum. Reuther og liðs- menn hans urðu nú í fyrsta skipti al- varlega hræddir. Verkamenn höfðu varað þá við og bent þeim á, að völd þeirra í stjórn samhandsins veittu þeim ekki sjálfkrafa óskorað vald yf- ir verkamönnum og að samningur milli sambandsins og atvinnurekenda væri ekki alltaf sama og samningur milli verkamanna og atvinnurekenda. En nú var nýtt afl komið til sög- unnar, afl sem sambandið hafði af- salað sér yfirráðum yfir árið 1948, þegar það lét atvinnurekendum eftir allan rétt til þess að haga framleiðsl- unni að vild sinni. Þegar aftur dró úr bílaframleiðslunni eftir Kóreustríðið og eftir undirskrift samningsins 1955, byrjuðu atvinnurekendur að innleiða sjálfvirkni í verksmiðjum sínum með vaxandi hraða. Sjálfvirkni er róttækasta breyting á framleiðsluháttum sem orðið hefur síðan færibandið kom til sögunnar. En hún er frábrugðin færibandatækn- inni, sem jók vinnuaflið við fram- leiðsluna fram yfir það sem það hafði verið. Sjálfvirknin er háþróað form tækni, sem hrekur mannlegt vinnuafl frá umsjón með framleiðslunni en setur rafeindatæknina í staðinn. Það sem verkamenn í kolanámunum höfðu þegar fengið að kenna á við vélvæðingu námanna, tók nú að bitna á iðnverkamönnum í efnaiðnaðin- um, gúmmíiðnaðinum, stál-, gler-, bíla- og vélaiðnaðinum. Jafnhliða því sem iðnfyrirtækin hertu á kröfum til verkamanna um aukin vinnugæði og -afköst, reyndi sambandsstjórnin að sannfæra verka- menn um, að sj álfvirknin mundi færa þeim aukna vinnu. Þrátt fyrir þrýst- 295

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.