Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Blaðsíða 54
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
Stundum var dálítil samkeppni milli okkar, en stundum unnum við saman.
Oftast nær kom okkur vel saman, en stundum slettist upp á vinskapinn. Og
þegar ég hélt að við hefSum fjarlægzt hvor annan fyrir fullt og allt, kaupir
Kantrowitz IóS í Bronx og gerir mér orS aS önnur af sömu stærS sé til sölu
viS hliðina á sinni og fáist fyrir sama verð. ViS reistum svo samskonar hús á
báðum lóðunum, það varð mun ódýrara en hafa þau sitt af hvorri gerð —
teikningar leiðslur og allt annað, skiljið þér. Og við verðum aftur óaðskiljan-
legir vinir. Hann á sitt og ég á mitt og fjölskyldum okkar kemur vel saman.
Allt er eins og það á að vera.
Silkiverzlunin er ábatasöm og líminn líður. Eldri sonur Kantrowitz lýkur
gagnfræðaprófi og gerist félagi í verzlun föður síns. Allt fer að óskum: Sonur-
inn verður ástfanginn af stúlku í nágrenninu, kvænist henni og flytzt á Was-
hingtonhæð. Já, eldri sonur Kantrowitz er lifandi eftirmynd föður síns, það
sem faðir hans gerði um tvítugt gerir sonurinn um tvítugt, það sem faðir hans
gerði um fertugt mun sonur hans gera um fertugt. Einstakur piltur. Sonur
eins og bezt er hægt að óska sér. Hann er enginn ættleri.
En Kantrowitz á annan son, Izzy, og það var ekki eins vel ástatt með hann.
ÓlániS var, að þegar hann var tólf eða þrettán ára og enn í barnaskóla, var
kvæði eftir hann prentað í skólablaðinu með fyrirsögninni Indíánskur and-
blær. Kantrowitz gekk þá á milli manna og sýndi hverjum sem hafa vildi
kvæðið, svo fólki dyldist ekki að sonur hans væri skáld. ÞaS var ekki hægt
að tala við Kantrowitz í fimm mínútur án þess hann færi að hæla syni sínum
fyrir skáldskapinn. Og kvæðið hafði hann látið setja í umgerð og hengja upp
á vegg í skrifstofu sinni. Ég kom í viðskiptaerindum og hann sýndi mér mynd
af Izzy. Og eldri sonurinn móðgaðist: Var hann ekki góður sonur þó hann
hefði ekki ort kvæði? ÞaS er ekkert út á það að setja þó þrettán ára drengur
af erlendri ætt yrki kvæði og fái það prentað í blaði. Allir nágrannarnir verða
hreyknir af honum. Hann er þegar orðinn frægur. En drengurinn lýkur gagn-
fræðaskólanámi og faðir hans ætlast til þess að hann fari að vinna við verzl-
unina, en Izzy má ekki heyra það nefnt. Hann ætlar að verða skáld. Og það
er ýmislegt út á það að setja.
Jæja, við létum sem ekkert væri í rúmt ár, og við vissum ekki hve nærri
Kantrowitz tók sér þetta og ekkert um deilurnar innan fjölskyldu hans. En
þegar pilturinn var orðinn átj án eða nítj án ára gamall og hafði ekkert annað
fyrir stafni en yrkja ljóð, varð ég að fara að gefa honum auga, vegna þess
að hann kom á hverju kvöldi heim til okkar og las Margrétu dóttur minni
Ijóð sín. Þá sagði ég við hann:
324