Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Blaðsíða 88
TÍMARIT MÁLS OG M ENNINGAR
hafi vega. Við höfum einfaldlega ekki bar-
izt nógu vel ... Sjálfur blygðast ég mín fyr-
ir að hafa ekki verið maður til að koma í
veg fyrir hið sorglega hlutskipti kynslóðar
minnar.“
Fjarri sé mér að bera á móti því að betur
hefði mátt berjast, hvað þá að taka upp
hanzkann fyrir þá sem horft hafa í aðgerða-
leysi á íslenzka kapítalista selja landið, en
þó held ég að þessi orð séu ekki nema að
mjög takmörkuðu leyti rétt og það hljóti
að hefna sín að gera ekki meiri greinarmun
á veikum liðsmanni og sjálfum höfuðand-
stæðingnum; að í Óljóðum komi afleiðing-
arnar fram í óvissu um hvar bera skuli nið-
ur ádeilunni og í efasemdum skáldsins um
sjálfan sig; að það verði þrátt fyrir allt að
deila á einstaka stjómmálaflokka, stéttir og
valdsmenn.
Spegill af ásýnd þjóðarinnar sem ekki
sýnir skýran mun á þeim sem stefnt hafa
að landsölu vitandi vits, og hinsvegar þeim
sem orðið hafa fórnarlömb þessarar óheilla-
þróunar og þeim sem að vísu hafa barizt á
móti henni, en ekki nógu vel — sá spegill
sýnir villandi mynd og vinnur gegn tilgangi
sínum. Gegn tilgangi sínum vinna t. d. þessi
varnaðarorð til verkamanna:
jörum varlega félagar
allsnœgtir einar jæra oss ekki hamingju
leghöll úr marmara nœgir oss ekki til
sáluhjálpar
glötum ekki sjóninni við að metast á
um afrek eða fólskuverk harmleiksins
röltum heldur jram í dal
og gefum aumingjanum spegil
því tíminn er naumur
og allir sem heyja þetta kalda dauðastríð
eru blaktandi blaktandi strá
Hrakningsríma V.
Hér kemur í lokalínunum fram sá ídeal-
ismi í hugsun Jóhannesar sen? valdur er að
hinni myrku örvæntingu Draumkvœðc:
endajaxlar mínir kveljast af vísdómi
og glœrar leðurblökur efans flögra
skrœkjandi
um völundarhús mitt (1)
það rignir eldi og brennisteini
niður í myrkan dal örvœntingarinnar
yfir lömb mín og kið (IV)
hinn óttalegi leyndardómur býr í
frumkjarnanum
hann berst með ástinni frá kynslóð til
kynslóðar
og maðurinn stendur aleinn uppi í
veröldinni
(IX)
Leið ídealismans liggur, eins og sjá má
að nokkru í Oljóðum, burt frá hlutbundn-
um veruleik og þjóðfélagslegu orsakasam-
hengi (einnig tortímingarhættan er þjóðfé-
lagslegt vandamál) til heimspekilegra efa-
semda um manninn og tilveruna, hugleið-
inga fjarri öllum áþreifanlegum veruleik
sem oft enda í örvæntingu. Hann getur
glapið mönnum svo sýn — það er gömul
harmsaga og ný — að þeim finnst lífið ekki
vera annað en kalt dauðastríð og mann-
eskjan blaktandi strá.
Það er ekki sízt vegna þess hvað þær eru
jarðbundnari sem Hrakningsrimur II—IV
eru svo miklu heillavænlegri skáldskapur,
að mínum dómi, heldur en flest Draum-
kvœða. (Að vísu er sá flokkur misjafn;
fyrsta kvæðið er t. a. m. mjög gott, og mörg
þeirra bregða upp sterkum og áleitnum
myndum.) Ilér fjallar skáldið um hugsjón
sfna, sósíalismann, og þau sárindi sem
margt í framkvæmd hans hefur valdið hon-
um. Hér er Bréfið til Kína, sem e. t. v. er
bezta kvæði bókarinnar, einstaklega nær-
færin, lifandi og persónuleg lýsing á ýms-
um þeim spurningum sem leita á hug hins
„hagmælta sveitapilts" úr Dölunum, þegar
hann sér hugsjón sína í framkvæmd austur
í Kína. Kvæði sem á vissulega erindi á önn-
ur tungumál (ekki bara kínversku!).
358