Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Blaðsíða 47

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Blaðsíða 47
LÍF ást okkar friS og þú fórst um mig höndum þínum og þar sem lífsvatn mitt vökvaði eyðimörkina óx upp hið hvíta blóm, ó, unnusti minn. — Það hætti að rigna og jörðin saug í sig vatnið og ég reikaði um með stýfða handleggina. Ég dró djúpt að mér andann og fann, hversu loftið lék um lung- un og blóðið streymdi um æðar og hjartað bærðist í brjósti. Ég lifði. Og ég hélt, að ég hefði unnið bug á öflum eyöileggingarinnar og öll jörðin væri mitt heimkynni og minn griðastaður. Þá komu á móti mér menn með hjálma á höfði og spjót í höndum. Þeir stöðvuðu mig og otuðu að mér spjótunum og spurðu: „Hver ert þú?“ „Ég er maður,“ svaraði ég. Þeir litu hver á annan og síðan á mig og ég greindi hvorki grimmd né samúð, ást né hatur í augum þeirra. Þeir voru sviplausir gagnvart mér líkt og ég kæmi þeim ekki við og þá varð ég gripin uggvænlegum grun um, að sigur minn væri ekki unninn og öfl tortímingarinnar öfunduðu mig af rotnuðum hönd- um mínum -— fórn minni til lífsins. „Ertu með eða móti?“ spurðu þeir. Ég reyndi að lesa rétt svar úr augum þeirra, en fann ekkert og ég hrópaði í ör- vílnan: „Ég veit það ekki — ég bara lifi.“ Og þeir tóku að stinga í mig spjóts- oddunum og sögðu, að ég gæti sjálfri mér um kennt. Ég hefði getað gert þetta upp við mig fyrir löngu. Ég reyndi að flýja, en þeir hjuggu af mér lim- ina og einn þeirra stakk spjótsoddinum í kviðarhol mitt og svo skildu þeir mig eftir liggjandi á jörðinni til að deyja ó, unnusti minn, þegar stj örnurnar lýstu okkur á eyÖimörkinni og þú lauzt yfir mig og allt var fullkomnaö þá var hið hvíta blóm litað rauðu blóði lífs míns og það teygöi sig, hið rauðhvíta blóm, stolt upp til stjarnanna, ó, unnusti minn. — En ég vildi ekki deyja. Höggnir voru handleggirnir, svo ég gat ekki steytt hnefana til himins og farnir voru fæturnir, svo ég gat ekki stappað þeim í jörðina, en ég fann, að augun loguðu og enn skyldi ég sigra. Ég velti blæðandi búknum að tærri lind og laugaði sár mín hrein og ég þrýsti opnum svöðu- sárunum að mjúkum mosanum, svo blóð mitt hætti að renna. Og ég lifði og fann, að lungun þöndust og hjartaö sló. Og ég hugsaði: „Skyldi ég nú fá frið?“ En blærinn tók að hvísla, þar til hann varð að hvínandi roki í eyrum mér, boðskap um hinztu tortímingu. JörÖin sjálf skyldi eydd og engu eirt, sem lífsanda dró. Sprengjan mikla skyldi splundra jörðinni, svo enginn fyndi þar griðland framar. Og ég hrópaði mótmæli mín út í himingeiminn og þandi lungun, svo hróp mín yfirgnæföu hvin tortímingarinnar. Máttvana lá búkur minn á jörðinni og bað um líf, þegar sprengjan féll. Jörðin klofnaði í tvennt 317
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.