Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Blaðsíða 20

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Blaðsíða 20
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Til þess að gera sér fulla grein fyr- ir gildi CIO, verða menn að gera sér Ijóst, að enda þótt verkamennirnir legðu undir sig verksmiðjurnar, tóku þeir ekki völdin í sínar hendur; þeir tóku ekki í sínar hendur völdin í fylkjunum eða alríkisvaldið, ekki heldur lögregluvaldið í borgunum, fylkisherinn eða alríkisherinn. En í baráttunni gegn lögreglunni og oft gegn fylkishernum, kvöddu þeir til vopna þann hluta þjóðarinnar, sem ekki átti beina aðild að átökunum, en fann að hann átti mikiö undir því hver úrslit baráttunnar yrðu. Fólk af öllum sviðuin þjóðlífsins tók að styðja verkamennina í baráttu þeirra, ýmist með fjárstuðningi eða beinni þátttöku. Einnig ber að hafa hugfast, að verkamenn voru ekki einhuga í bar- átlunni; þeir hófu ekki setuverkföllin allir sem einn og tóku ekki allir þátt í hreyfingunni. Þegar setuverkföllin hófust í verksmiðjunum, sátu ekki all- ir verkamennirnir kyrrir, sumir fóru heim og biðu þess að sjá hver úrslitin yröu. í hinni miklu Ford-verksmiðj u í River Rouge, þar sem fleiri verka- menn unnu en í nokkurri annarri verksmiðju í landinu, kom alls ekki til setuverkfalla. Það var ekki fyrr en fjórum árum seinna, árið 1941, að verkamenn hjá Ford Motor Company gengu í sambandið. Nauðsynlegt er að gera sér ljóst, að þeir verkamenn voru fleiri, sem knúðir voru til að ganga í sambandiö, en hinir sem gengu í það að eigin frumkvæði. Bar- átta sambandsins var einnig barátta gegn verkfallsbrjótum. Frá 1935 til 1941, þegar Bandarík- in hófu þátttöku í stríðinu, háðu verkamenn harðari baráttu fyrir yfir- ráðum yfir framleiðslunni en dæmi eru til fyrr eða síðar í sögu landsins. Fleiri en nokkru sinni fyrr fengu vak- andi áhuga á eða gerðust virkir þátt- takendur í verkalýðshreyfingunni sem félagslegri hreyfingu. Þeir sem unnu í verksmiöjum í skjóli hinnar nýju frelsisskrár verkalýðsins, hinna miklu Wagnerlaga, tileinkuðu sér ekki einungis nýtt mat á lífi sjálfra sín. Þeir höfðu einnig á valdi sínu að ógna yfirboðurum sínum, allt frá verkstj óranum til æðsta forstjóra, og knýja þá til að láta undan kröfum sínum, þegar framleiðslumálin voru til umræðu. Þegar verksmiðjustjórn- in lét ekki undan, rufu verkamenn strauminn og stöðvuðu framleiösluna þangað til stj órnin lét sig. Svo víðtæk voru yfirráð þeirra yfir framleiðsl- unni, að þeir gátu neytt stjórnir verk- smiðja til að ráða þúsundir verka- manna, sem ella hefðu ekki verið ráðnir. Samt ber að hafa það hugfast, að jafnvel um þetta leyti, þegar CIO var á hátindi valda sinna, tókst því aldrei að leysa vandamál atvinnuleys- isins. Það þurfti heimsstyrj öld til að setja á ný til starfa þær milljónir verkamanna, sem höfðu verið at- 290
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.