Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Blaðsíða 4

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Blaðsíða 4
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR sómasamlegri fréttamiðlun, sem skeri sig úr þeirn dæmalausa útkjálkabrag sem dagblöðin íslenzku bera með sér. Það er skyldugt til þess aj því það er jœrt um það. Eða er ekki svo? Að minnsta kosti lýsir útvarpsstjóri því árlega hversu glæsileg fjárhagsafkoma útvarpsins sé, og Ríkisútvarpið er sagt svo efnað að það geti byrjað á rekstri sjónvarps hvenær sem verða vill. Menn skyldu þá ætla að áður en það leggur út í slíka stórframkvæmd sé það búið að koma í sæmilegt horf jafn mikilvægum og þó sjálfsögðum þætti starfsemi sinnar sem fréttaþjónustan er. Allir sem reynf hafa að hlusta á fréttir Ríkisútvarpsins vita að raunin er því miður öll önnur. Þessi starfsemi þess er svo ömurleg skopmynd vandaðrar fréttaþjónustu að sam- vizkusamir hlustendur hlytu að mölva útvarpstækið sitt á hverju kvöldi, — ef ekki vildi svo vel til að skopið er stundum yfirsterkara ömurleikanum. Það er að vísu rétt að ekki er alla daga sami eymdarbragurinn á fréttaflutningnum. En það er oftast. Utvarpið lætur sér til dæmis ósjaldan nægja að eyða fáeinum mínútum í erlendar fréttir, og það þó enginn skortur sé viðburða í heiminum. Það þýðir að fréttirnar verða ekkert nema fyrirsagnir. Það væri víst leitun á dagblaði sem mundi iáta sér nægja að birta ekkert nema fyrirsagnir fréttanna, og þær erlendar útvarpsstöðvar sem ég hef hlustað á gera sig ekki heldur ánægðar með það. Það er yfirleitt regla góðrar fréttamiðl- unar að leitast við að gera atburðina skiljanlega hlustendum, birta það sem máli skiptir til skýringar hverjum atburði. En útvarpið íslenzka liefur greinilega ekki þá reglu. Oft er eins og frásögn þess af einhverjum atburði sé aðeins fyrri ldutinn af frétt, og þegar hlust- andinn væntir þess að íá að heyra framhaldið sem geri atburðinn skiljanlegan, þá er komið að næstu fyrirsögn. Og sjaldan kemur fyrir að leitað sé út fyrir sjálfan atburðinn, að hann sé tengdur almennum upplýsingum sem myndi bakgrunn fréttarinnar og auð- veldi ókunnugum hlustanda að átta sig á honum. Þó kemur íyrir að sagðar eru ýtarlegri fréttir: það eru Home News frá Bretlandi. Ég verð að viðurkenna það fyrir mína parta að ég fagna ævinlega í hjarta mínu þegar ég hlusta á útvarpið flytja þessar vönduðu brezku innanlandsfréttir: um brezk sveitarstjórnarmálefni, brezku drottninguna og mann drottningarinnar, brezkan heiðarleika, brezk framleiðsluafrek, brezka samningalipurð osfrv.: þetta stingur svo í stúf við þann beinagrindarstíl sem venjulega ríkir, og er þar að auki svo kátlegt, að það kemur manni óðara í gott skap. Um innlendu fréttirnar má að vísu segja að þær eru harla misjafnar að gæðum. Þar eru stundum ýtarlegar fréttir af merkum atburðuin, og ýmiskonar yfirlit og fróðleikur, einkum úr atvinnulífinu, er góðra gjalda vert. Mikill hluti þeirra er þó þannig valinn að þær geta ekki vakið áhuga annarra en þeirra sem verið er að segja frá: fyrirtækja, félaga og blessaðra afmælisbarnanna. Pólitískar fréttir innlendar eru hinsvegar ævinlega þannig samdar (og valdar) að það væri jafngott að sleppa þeim alveg. Til bragðbætis hefur út- varpið svo fundið upp svonefnda fréttaauka, sem harla oft eru ekki annað en hátíða- glamur og skálaræður „fínna“ manna og ráðherra, einkum eins ráðherra. Hver skyldi vera skýringin á þessum fyrirbærum? Er það liirðuleysi, skilningsleysi, nízka (ónógir starfskraftar), eða hvað? Það er kannski allt þetta að einhverju leyti, og þó held ég að aðalskýringin sé fólgin í hinu fræga „hlutleysi" Ríkisútvarpsins. Hlutleysi Ríkisútvarpsins er sú regla að ekkert megi koma fram í því sem ekki sé í samræmi við hinn opinbera sannleik íslenzku ríkisstjórnarinnar og „vinaþjóða" hennar. Þessi skýring nægir oftastnær til að gera grein fyrir hinum hálfsögðu, ófullburða fréttum um erlenda atburði: ef fréttin væri sögð til enda svo að hlustendur skildu, væri það árás á „vina- 274
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.