Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Blaðsíða 8

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Blaðsíða 8
TÍMARIT MÁLS OC MENNINGAR togana erum við vön að nefna Bald- vin Einarsson, Fjölnismenn, Jón Sig- urðsson. En þeir voru miklu fleiri þó að þessi nöfn verði að mestu látin koma í stað þeirra allra. Svo sem kunnugt er stofnuðu þess- ir menn ársritin þrjú, Ármann á al- þingi, Fjölni og Ný félagsrit, og þar var boðaður inn nýi tími í menning- arlegu, verklegu og stj órnarfarslegu tilliti. í þessum ritum kom fram sj álf- stætt mat á aðstæðum og þörfum lands og þjóðar og þær voru frá- brugðnar því sem annars staðar þurfti með, því að alltaf gilda aðrar reglur um ísland en önnur lönd í fyrr- nefndum greinum. Baldvin leggur höfuðáherzlu á þetta, það er megin- sjónarmið, og hinir feta í spor hans. Hitt hafði verið reynt með litlum árangri að flytja til íslands óbreytt það sem vel gafst í Danmörku, en Baldvin Einarsson sýndi fram á að hvað eina yrði að vera samkvæmt eðli og þörfum þjóðarinnar. Og nú hófst áróður fyrir því að ís- Iendingar stæðu á eigin fótum, hættu að vera undirlægjur, að þeir stæðu sjálfir undir atvinnuvegum sínum og efldu nýjar atvinnugreinar, að þeir fjölluðu sjálfir um málefni sín á end- urreistu alþingi, tækju verzlunina í eigin hendur — ekki sízt — því hún sogaði allt fj ármagn út úr landinu og kom þannig í veg fyrir allt innlent framtak. Gamalgrónum embættis- mönnum á fslandi þótti heldur gusta af hinum ungu lærdómsmönnum úr Bessastaðaskóla, þeir væru ekki bein- línis skrýddir lítillætinu. Og hinir ungu ofurhugar drógu enga dul á þá sannfæringu sína að hið íslenzka bændaþj óðfélag risi undir verkefnunum. Þeir efuðust aldrei um að íslenzkir bændur væru færir um að starfa fyrir land og þjóð, þeir væru ágæta vel fallnir til að sitja á þingi og fjalla um þjóðarmálefnin. Lærðir menn og embættismenn voru góðir en aðeins í réttum hlutföllum. Þetta traust íslenzkra frelsisvina á 19. öld á hændastétt landsins var eitt dæmið um sjálfstætt mat þeirra á ís- lenzkum aðstæðum. Það var gagn- stætt því sem gerðist annars staðar, því að yfirleitt var það álit frjáls- lyndra ættjarðarvina í öðrum lönd- um að aðeins upplýst og sjálfstæð millistétt og j arðeigendastétt gætu stjórnað landi. Svo var einnig um þá þjóð sem okkur var skyldust, Norð- menn. Hvernig voru þá kjör íslenzkra bænda á fyrsta þriðjungi 19. aldar? Bændur á íslandi bjuggu við mjög kröpp kjör, um það ber öllum sam- tímaheimildum saman. Frumstæð- ustu atriði búskapar, þúfnasléttun, túngarðahleðsla og framræsla voru fæstum bændum ljós. Með þeim tækj- um og búskapararfleifð sem þeir bjuggu við, var fjarri því að þeir gætu haft ofan í sig. Og svo var enn 278
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.