Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Blaðsíða 58

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Blaðsíða 58
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR ef hann kæmi að heimsrekj a Margrétu, ég vissi að hún var hrifin af honum. En hvað haldið þér að komi fyrir? Þegar hann kemur til hennar vill hún ekki tala við hann. Hún er reið af því að hann vill ekki lengur vera skáld. Konur hafa fengið kosningarétt en þær eru jafnmiklir aular eftir sem áður. Þær vilja ekki brauð, þær vilja skartgripi — skáldskap. Izzy fer aftur í söluferð og faðir hans er ánægður, hann segir mér að Izzy hafi lært meira á tveimur mánuðum viðvíkjandi silkiviðskiptum en nokkur annar gæti lært á tíu árum. Og hversvegna ekki? Kantrowitzættin hefur feng- izt við silkiverzlun í tvö hundruð ár. Drengurinn þekkti silki eins og þeir sem eru af tónlistarætt þekkja tónlist. Hann hafði fengið það í vöggugjöf. Hann þurfti ekki að fara í neinn skóla til þess að læra að greina á milli silkis og bómullar. Ég segi ekkert og faðir hans er hamingjusamur. Allt er í bezta lagi. Kantrowitz sér ekki sólina fyrir syni sínum. Ég skil það nú hversvegna hann var svona hreykinn af Izzy fyrir skáldskapinn, og hengdi kvæðið lians upp á vegg í umgerð. Þetta var nýtt, skáldskapur hafði ekki áður þekkzt í ætt Kantrowitz. Oðruvísi var það með silki, það var óhugsandi að maður af þeirri ætt hefði ekki vit á silki. Á hverjum morgni, þegar ég fer á skrifstofuna, sé ég bréf til Margrétar minnar, utanaf landi, en ég læt sem ég taki ekki eftir því. Pilturinn ferðast fram og aftur, og í hvert skipti sem hann kemur heim hittir hann Margrétu. Stundum talar hún svona við hann og stundum hinsegin — heit og köld, en ég læt sem ekkert sé. Bezt að bíða og sj á til. Ég hef alltaf trúað því að blóðið afneitaði ekki uppruna sínum, og í minni ætt hafa engin skáld verið. En nú hefur bróðir Izzys, sem var í félagi við föður þeirra, stofnað sína eigin verzlun. Izzy kemur heim og gerist meðeigandi í verzlun föður síns. Og nú er ekki lengur hægt að tala við Kantrowitz gamla, svo hreykinn var hann af syni sínum. Hann dekraði við hann tuttugu og fjóra tíma á sólarhring. Hann óttaðist alltaf að Izzy mundi snúa sér aftur að Ijóðagerðinni. Nú kemur á markaðinn ný silkitegund og allir heildsalar fá sýnishorn. Izzy skoðar það, fer um það höndum, þefar af því, gælir við það. Aldrei hafði sézt neitt líkt því hvernig þessi piltur handlék þessa nýju silkitegund. Heildsal- arnir höfðu gefið henni nafn — ég man ekki hvað það var — en Izzy heldur áfram að handleika silkið, þeíar af því, þrýstir því að vanga sér og vörum. Og hann segir: Indíánskur andblær! Augu hans glitra og hann verður rauður í framan eins og hann væri drukkinn af að fara með þetta silki. Segir bara þetta: Indíánskur andblær. 328
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.