Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Síða 40

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Síða 40
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR ljósprentuðu eintök fengin í hendur verkstjórum og meisturum. Teiknar- anna þriggja er ekki lengur þörf, eft- ir eru aðeins verkfræðingurinn og tækjasmiðurinn, sem báðir þurfa að vita meira en áður um starf hvor ann- ars. Marxistar hafa haldið áfram að hugsa sér fjölmennt lið verkamanna sem grundvöll iðnaðarþjóðfélags. Þeir hafa aldrei horfzt í augu við þá möguleika, að kapítaliskt þjóðfélag geti komizt á það þróunarstig, að það þurfi ekki á fj ölmennu liði verka- manna að halda. En þannig er nú ein- mitt komið þróuninni í Bandaríkjun- um. Bandaríkj amenn verða nú að svara þeirri spurningu, hvort þeir ætli að styðja tæknibyltinguna, sem sjálfvirknin hefur í för með sér, þrátt fyrir þann mikla fjölda verkamanna, sem hún mun setja utangarðs, eða hvort þeim beri að hamla gegn þess- ari þróun og styðja gömlu verka- mennina, sem eru mótfallnir hinum nýju vélum, eins og verkamenn hafa alla tíð verið síðan spunavélin var fundin upp. Þegar Marx var að skrifa um kenn- ingar sinar á miðri 19. öld, hafði hann í huga þau lönd, sem þá voru lengst komin á þróunarbrautinni. En jafnvel þessi lönd voru vanþróuð í þeim skilningi, að meginhluti þjóð- anna starfaði enn að landbúnaði. Mikils hluta vinnuaflsins var enn þörf til að framleiða matvæli og hráefni handa iðnaðinum (t. d. bómull). Sá sem nú á dögum segði við verkamann í amerískri stórborg, að hann ætti að fara upp í sveit að vinna að búskap, mundi fá ýms svör. Hann mundi ekki sjá neina ástæðu til að fara upp í sveit, nema þá til þess að forða sér undan atómsprengjunni. Honum kæmi ekki til hugar að fara þangað til þess að vinna að landbún- aði. Til þess er honum of vel kunnugt um matvælin, sem eru að rotna í vörugeymslunum og skattana, sem hann verður að borga til þess að standa straum af geymslu þeirra. Honum er fullkunnugt um þá miklu tækniþróun, sem orðið hefur í land- búnaðinum, svo að nú þarf aðeins lítinn hluta þjóðarinnar til þess að framleiða landbúnaðarvörur. En fáir hafa enn viljað horfast í augu við þá staðreynd, að með til- komu sjálfvirkni og rafreikna eru Bandaríkin að komast á það stig, að ekki verður lengur þörf á fjölmennu liði verkamanna til að vinna í verk- smiðjum. Það er auðvelt að lála sér lynda, að þurfa að skipta um atvinnu, en það er erfitt að sætta sig við, að ekki verði lengur eftirspurn eftir mönnum til neinnar vinnu. Það er tal- inn svo sjálfsagður hlutur, að fram- leiðsla á vörum sé meginhlutverk hvers manns í þjóðfélaginu, að jafn- vel þegar tæknin er að gera það ó- 310
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.