Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Blaðsíða 10

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Blaðsíða 10
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR sem landiö var og er. Sjúkdómar hjuggu stórt skarð í landsfólkið og fólksfjölgun var miklu minni en í ná- grannalöndunum. Þegar kólera geis- aði í Evrópu um 1830 og var talin drepsótt, skrifaði Baldvin Einarsson heim að ekki mundu þó fleiri deyja úr henni að tiltölu en á íslandi 1825 úr kvefsóttinni sem þá gekk. Til uppfyllingar í myndina er dæm- ið um fangahúsið í Reykjavík, er var að sínu leyti góður mælikvarði á ár- ferðið. Þegar illa áraði fylltist fanga- húsið af brotamönnum en þegar bet- ur áraði var það nærri tómt. Flest af- brotin voru þau að menn stálu til að seðja hungur sitt. — Og einmitt í einu slíku harðindaári var hreinlega gefizt upp á því að hafa nokkurt fangahús í Reykjavík og refsingum fyrir minni brot breytt í hýðingar en þeir sem meira höfðu brotið af sér voru sendir heim í sýslur sínar. Tugt- húsið var vitanlega endurreist síðar. En þessi lýsing sýnir að allt er af- stætt, jafnvel tugthús, eftir því hvern- ig á stendur í þjóðfélaginu. Þegar lögspekingar og valdamenn í Danmörku tóku til athugunar að milda refsingar í byrjun 19. aldar samkvæmt kröfum tímans um að þær væru í nokkru samræmi við afbrotin — var innleitt að dæma menn upp á vatn og brauð fyrir minniháttar brot. Þá kom i ljós, að því er ísland varð- aði, að þar var ekki litið á dóm upp á vatn og brauð sem refsingu („Straff- en efter Indbyggernes Levemaade ikke vilde blive betragtet som noget synderligt Onde“)4 — og var nú úr vöndu að ráða. Því var ályktað að taka upp vatn og brauð í Danmörku en á íslandi skyldi hýðingum haldið áfram. Fangahúsið var sérstök nauð- synjastofnun á Islandi að dómi danskra yfirvalda og meiri rækt lögð við hana en flest annað af hendi þeirra, en þó gekk svona upp og nið- ur fyrir þessari stofnun. ísland hafði átt ýmsar aðrar stofn- anir. Skólarnir í Skálholti og á Hól- um höfðu verið lagðir niður 1785 og 1801 og andvirði eigna þeirra lagt í konungssjóð. Síðan var stofnaður skóli upp úr þessum tveim — Hóla- vallarskóli sem enn síðar varð Bessa- staðaskóli — og hrakaði skólahaldi í Iandinu mikið við þessa breytingu. Þá hafði alþingi verið lagt niður árið 1800 — var raunar ekki orðið nema dómþing — og virðist sú ráð- stöfun hafa komið illa við íslendinga þrátt fyrir allt, a. m. k. er frá leið og þeir sáu að þeir höfðu misst ævaforna virðingarstofnun. Þannig var þá umhorfs í því forn- fræga bændaþjóðfélagi eftir alda um- sýslu erlendra aðilja, munu Danir þó sízt hafa verið verri en nýlenduherr- ar gerast. Landið var rúið að kalla þeim stofnunum sem gátu haldið uppi sjálfsvirðingu og menntun lands- 4 Marcus Rubin: Frederik den Sjettes Tid, 289. bls. neðanm. 280
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.