Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Blaðsíða 10
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
sem landiö var og er. Sjúkdómar
hjuggu stórt skarð í landsfólkið og
fólksfjölgun var miklu minni en í ná-
grannalöndunum. Þegar kólera geis-
aði í Evrópu um 1830 og var talin
drepsótt, skrifaði Baldvin Einarsson
heim að ekki mundu þó fleiri deyja
úr henni að tiltölu en á íslandi 1825
úr kvefsóttinni sem þá gekk.
Til uppfyllingar í myndina er dæm-
ið um fangahúsið í Reykjavík, er var
að sínu leyti góður mælikvarði á ár-
ferðið. Þegar illa áraði fylltist fanga-
húsið af brotamönnum en þegar bet-
ur áraði var það nærri tómt. Flest af-
brotin voru þau að menn stálu til að
seðja hungur sitt. — Og einmitt í
einu slíku harðindaári var hreinlega
gefizt upp á því að hafa nokkurt
fangahús í Reykjavík og refsingum
fyrir minni brot breytt í hýðingar en
þeir sem meira höfðu brotið af sér
voru sendir heim í sýslur sínar. Tugt-
húsið var vitanlega endurreist síðar.
En þessi lýsing sýnir að allt er af-
stætt, jafnvel tugthús, eftir því hvern-
ig á stendur í þjóðfélaginu.
Þegar lögspekingar og valdamenn
í Danmörku tóku til athugunar að
milda refsingar í byrjun 19. aldar
samkvæmt kröfum tímans um að þær
væru í nokkru samræmi við afbrotin
— var innleitt að dæma menn upp á
vatn og brauð fyrir minniháttar brot.
Þá kom i ljós, að því er ísland varð-
aði, að þar var ekki litið á dóm upp á
vatn og brauð sem refsingu („Straff-
en efter Indbyggernes Levemaade
ikke vilde blive betragtet som noget
synderligt Onde“)4 — og var nú úr
vöndu að ráða. Því var ályktað að
taka upp vatn og brauð í Danmörku
en á íslandi skyldi hýðingum haldið
áfram. Fangahúsið var sérstök nauð-
synjastofnun á Islandi að dómi
danskra yfirvalda og meiri rækt lögð
við hana en flest annað af hendi
þeirra, en þó gekk svona upp og nið-
ur fyrir þessari stofnun.
ísland hafði átt ýmsar aðrar stofn-
anir. Skólarnir í Skálholti og á Hól-
um höfðu verið lagðir niður 1785 og
1801 og andvirði eigna þeirra lagt í
konungssjóð. Síðan var stofnaður
skóli upp úr þessum tveim — Hóla-
vallarskóli sem enn síðar varð Bessa-
staðaskóli — og hrakaði skólahaldi í
Iandinu mikið við þessa breytingu.
Þá hafði alþingi verið lagt niður
árið 1800 — var raunar ekki orðið
nema dómþing — og virðist sú ráð-
stöfun hafa komið illa við íslendinga
þrátt fyrir allt, a. m. k. er frá leið og
þeir sáu að þeir höfðu misst ævaforna
virðingarstofnun.
Þannig var þá umhorfs í því forn-
fræga bændaþjóðfélagi eftir alda um-
sýslu erlendra aðilja, munu Danir þó
sízt hafa verið verri en nýlenduherr-
ar gerast. Landið var rúið að kalla
þeim stofnunum sem gátu haldið uppi
sjálfsvirðingu og menntun lands-
4 Marcus Rubin: Frederik den Sjettes
Tid, 289. bls. neðanm.
280