Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Side 73

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Side 73
MÚSÍK í SOVÉTRÍKJUNUM laun á meðan á námi stóð. Atvinnu- leysi músíkanta er óþekkt fyrirbæri. Tónskáld, sem þegar hafa sýnt hæfileika og kunnáttu, semja sam- kvæmt pöntun frá ríkinu stærri tón- verk og er þá greiðsla miðuð við ríf- leg árslaun (ópera, symfónía, kant- ata). Tónskáldafélagið hefur til um- ráða nokkur dvalarheimili til hvíldar og hressingar fyrir félagsmenn, eru þau í nágrenni við Moskvu, Lenin- grad, Odessa, Tsjernovitz og Tuapse við Svarta hafið; ennfremur má nefna „Hressingarheimili fyrir skap- andi listamenn“ hjá Ivanovo, þar sem tónskáld í sérlega hollu andrúms- lofti og umhverfi geta ásamt fjöl- skyldum sínum varið sumarfríi. Hér samdi Prokofjef 5. symfóníu sína og Sjostakovitsj 9. symfóníuna, píanó- tríó og strokkvartett. Fyrir böm tón- listarmanna og söngvara eru sérstök sumarheimili; þangað sendir „Sam- band músíklistamanna“ árlega mörg þúsund böm. Af þessari frásögn minni má nú vera ljóst, hve ríkur þáttur í nútíma- þjóðlífi Ráðstjórnarríkjanna músíkin er. Hef ég þó ekki minnzt á veigamikil atriði eins og hina geysimiklu ríkis- útgáfu tónverka eða beztu ballettlist heimsins, sem ég kynntist vel fyrir til- stuðlan Juri Sotikofs, en kona hans dansar í Bolsjoi-ballettinum. Má margt af músíkskipulagi Sovétríkj- anna læra. Og einkum er hollt fyrir okkur íslendinga að skilja, hvað á sig þarf að leggja til að verða liðtækur í tónaglímu á hvaða vettvangi sem er. Listin byrjar á handverki, og þeir sem kunna þetta handverk eiga greiða leið að undraríki listarinnar. Um það vitnar vel skipulagt músík- kennslukerfi Rússa. Og einmitt það ætti að vera íslendingum áhugaefni, sem enn í dag þurfa að sækja músík- kennara sína til útlanda. Rússnesk tónvísi er sannarlega frá- bær. Heyrt hef ég rússneskan kór syngja þýzk þjóðlög betur en Þjóð- verja sjálfa. Og telja má víst, að í engu landi Evrópu standi alþýðumús- ík á jafnháu stigi. Þessvegna er eðli- legleiki fyrsta boðorð, eins og hinn ágæti og ósérhlífni baráttumaður Al- exander Dargomyskí hafði sagt: „Ég vil að tónninn sé bein tjáning orðs. Ég vil sannleika." Túlkendur og tón- smiðir Sovétríkjanna virðast vera samnefnarar þessara einföldu orða. Og í beinu framhaldi af Dargomyskí talar Sj ostakovitsj, svo að við endum með hans orðum, er hann var spurður um það, hvað væri raunsæi í músík; hann svaraði: „Það er fólgið í því, að músíkin er hætt að vera dægrastytt- ing og leiksoppur í höndum fullsaddra sælkera og fagurkera; hún er af eigin innra krafti orðin félagslegt afl, sem hjálpar mannkyninu í baráttu þess fyrir framförum, baráttu fyrir sigri skynseminnar.“ 343

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.