Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Blaðsíða 82

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Blaðsíða 82
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR er aíí yfirbragði „númerakeðja", og verkið býr yfir ýmsum veilum, sem til þess má rekja, — en að hinu leytinu eru þar atriði meistaralega og fullkomlega samansett, þar sem einstök númer, sem svo eru raunar, stíga eðlilega fram úr einni heildar- mynd. Slíkt atriði er endir annars þáttar, gestaboðið; en þar má sundurgreina sam- slungna heild í fjóra þætti: Gneistandi fjör- legan innganginn, þar sem Macbeth vísar gestunum til borðs, — drykkjuvísu Lady Macbeth (en stefið í henni er fínlega ofið inn í hljóðskraf Macbeths við launmorð- ingjann, sem skýrir honum frá morðinu á Bankó), — svipbirting Bankós afturgeng- ins, tveim sinnum, og skelfing Macbeths (á milli syngur hin furðulega Lady Macbcth enn eitt vers), — og loks kvartettinn, sem hefst hljóðlega upp úr hjali gestanna og verður að hrífandi hljómflúri, þar sem per- sónumar rekja hver sínar hugsanir: Mac- beth, sem aftur vilf leita frétta um frumtíð sína hjá nomunum, Lady Macbeth, sem reynir að sefa hann, Macduff, sem ákveður að hverfa úr landi, og hinir gestimir, sem einnig em teknir að renna gmn í mála- vexti. Morðatriðið í 1. þætti er eigi síður gagntakandi heild, en það nær írá hinum yfirgripsmiklu einræðum Macbeths, áður en morðið er framið, að tvísöng hans og Lady Macbeths (og sfðan frá því að morð- ið verður uppvíst og aftur að sextettinum, þar sem smiðshöggið er rekið). f tvísöngn- um, sem er einn af hátindum verksins, fer Verdi beinlínis fram úr Shakespeare. Þess- um stuttu og á ytraborðinu hlutlausu orða- skiptum glæpahjónanna er léður mikill á- herzluþungi, og tundurhleðslan í þeim sam- svarar nákvæmlega hinum einstöku aðstæð- um. Þar sem talað orð — jafnvel í munni hinna beztu leikara — getur aðeins vakið hjá áheyrandanum tilfinningu, sem er berg- mál frá brjósti sögupersónanna, — þá veld- ur nú tónlistin því, að frumtilfinningin vaknar hjá honum, jafn sterk og raunar hin sama og hjá sögufólkinu í hugarheimi skáldsins. í þessum háfleyga tvísöng hrósar tónlistin sigri yfir hinu talaða orði. Með þrjá fyrstu þættina í baksýn, sem allir stuðla að áhrifamikilli heild gagnhugs- aðra atriða, kemur hinn fjórði óhjákvæmi- lega fyrir sjónir sem veikasti þáttur verks- ins. Þar veldur einkum, að hann er nokkuð ágripskenndur: atburðunum er hrúgað saman í fréttastíl, og sú óæskilega tilfinn- ing hlýtur að grípa mann, að nú eigi að fara að hespa allt saman af. Það kemur að vísu engum til hugar rétt í upphafi þáttar- ins, þar sem engu er líkara en hinn unaðs- fagri flóttamannakór vaxi fram úr þokunni, og sfðan aría Macduffs, dálítið hefðbundin í stíl, — en hugblæ saknaðarljóðsins er skyndilega brugðið, er hermennimir koma fram á sviðið. Jafn stutt atriði sem þetta er, þolir ekki hin minnstu blærof, enda er úti með öllu um heildaráhrif. Svefngöngu- atriðið í næsta hluta, sem Lady Macbeth fcr með, hrífur aftur andartak með sama sterka hugblænum og þættimir á undan, en hann er aftur horfinn hjá í síðasta hlutan- um. Eftir að lokið er áðumefndri rómönsu Macbeths, sem er lírukassaaría fyrir bary- ton af hversdagslegu tagi og óheppileg á þessum stað, þá er nú allt hespað af sem hraðast, og maður fer að kvíða fyrir allt of lökum endi. En snilld Verdis bjargar því við. Með sigurkómum, — þar sem fimm- undarhljómar setja manni beinlínis skozkt umhverfi fyrir sjónir, — er hringnum lok- að með sama innblásna og sterka hugblæn- um sem í undangengnum þáttum, og það er eins og þokkafullir mollhljómamir endur- spegli angur hlustandans yfir verkinu, sem nú er lokið. Það fyrirgefst, sem ávant þótti. Margir ópemvinir, sem hafa átt þess kost að heyra Macbeth í fyrsta skipti af hljóm- plötum eða í útvarpi, hafa eflaust hlerað eftir því með forvitni, hvort góðkunningi 352
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.