Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Qupperneq 27

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Qupperneq 27
BANDARÍSK BYLTING bandsins földu sig skömmustulegir bak við súlur eða í snyrtiklefum. Akvæðið um tímabundinn fyrir- vara, sem sambandið hafði fundið upp í verkföllunum 1955, er heimiluð voru út af staðbundnum kvörtunar- efnum, voru nú orðin samningsbund- in. Þegar tiltekinn fjöldi kvörtunar- efna frá verkamönnum hafði safnazt saman, mátti greiða atkvæði um verk- fallsboðun. Síðan hófst tveggja mán- aða tímabil. Ef þar til kjörin allsherj- arnefnd (International Board) taldi kvörtunarefnin nægilegt tilefni til verkfalls, mátti hefja verkfall, o. s. frv. o. s. frv. En meðan á þessu stóð máttu atvinnurekendur halda ó- breyttri vinnutilhögun og reka fram- leiðslu sína að öllu leyti óhindraðir. Sambandið var nú orðið svo mikil skrípamynd af verkalýðsfélagi, að 1958, þegar samningurinn við Chrys- ler var staðfestur á sunnudegi, leyfði sambandið verkamönnum að greiða atkvæði um verkfall daginn eftir. En verkamenn fundu enn einu sinni aðferð til þess að berja frá sér. í þetta skipti sneru þeir þó ekki geiri sínum gegn atvinnurekendum. í desember 1958 byrjuðu atvinnuleysingjar að fylkja liði bæði við verksmiðjur og við skrifstofur sambandsins til þess að mótmæla eftirvinnu. Sambandið brá við, og í samvinnu við atvinnu- rekendur fékk það dómsúrskurð um, að það væri samningsbrot ef atvinnu- leysingjar söfnuðu liði við verksmiðj- ur. En sambandið var ekki ánægt með þetta bann gegn atvinnulausum með- limum sínum. Á næsta sambandsþingi var samþykkt, að atvinnulausir verka- menn gætu því aðeins haldið félags- réttindum sínum og atkvæðisrétti, að þeir gæfu sig fram við verkalýðsfélag sitt tíu síðustu daga hvers mánaðar. Þannig hefur sambandið sjálft dreg- ið markalínu milli starfandi og at- vinnulausra meðlima sinna. Nú er inálum þannig háttað, að atvinnulaus- ir verkamenn ganga kringum verk- smiðj ur Chryslers til að mótmæla eft- irvinnu, en sambandið bannar þeim að safnast þar saman á þeim tíma þegar verkamenn eru að koma til vinnu sinnar. Hið eina, sem verkamennirnir mega, er að safnast saman fyrir fram- an skrifstofur sambandsins sjálfs. Síðan 1955 hafa verkamenn gert lýðum ljóst, að maðurinn lifir ekki á brauði einu saman. Þeir hafa haldið því fram, að launahækkanir eða fé- bætur í einhverri mynd skipti þá ekki máli, heldur vinnuskilyrði og -tilhög- un í verksmiðjunum. Árið 1961 gerði sambandsstjórnin nýja samninga við hina „þrjá stóru“ (í hópi atvinnurek- rekenda) og American Motors. Ef dæma má af orðum verkamanna sjálfra, sést að í þessum nýju samn- ingum eru engin ákvæði um þau at- riði, sem verkamenn telja mestu varða. Kröfu þeirra um afnám eftir- vinnu og styttri vinnuviku er í engu 297
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.