Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Page 66

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Page 66
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR ustu styrjaldar 1939—45; þá koma fram ný tónverk í stórum og smáum formum, 66 symfóníur, 46 óperur, 22 ballettar, 150 hljómsveitarsvítur, fantasíur og forleikir, 40 kantötur, 400 minni kórverk og 150 kammer- músíkverk (sónötur, tríó, strokkvart- ettar). í Leningrad höfðum við félagar tækifæri til að kynnast starfsemi so- vétskra tónskálda og áttum í húsi tónskáldafélagsins tal við tónskáldið Salmanof, sem er prófessor við kon- servatóríið þar í borg. Þegar umræð- ur bárust að kjörum tónskálda sagði hann svo frá: Eitt af tónskáldum okk- ar hefur lokið samningu tónverks og leggur það fyrir félagið. Þar er nefnd, sem metur verkið. Ef það uppfyllir listrænar og þjóðfélagslegar kröfur, sendum við það í sérstaka músíkdeild ráðuneytisins ásamt meðmælum okk- ar og mati. 95% allra þannig inn- sendra verka eru keypt af ríkinu, og greidd fyrir þau vinnulaun eftir stærð og gildi verks, frá 5000 upp í 10.000 rúblur (eru það tvöföld árs- laun hlj óðfæraleikara t. d. við Bol- sjoi-leikhúsið). Ráðuneytið sér svo um flutning verksins á réttum stað og tíma. Þegar verkið hefur þannig stað- izt frumuppfærslu, má höfundur selja handritið músíkforlagi til út- gáfu og hafa af því frekari tekj ur. •— í boði hjá sovéttónskáldum í Moskvu, þar sem viðstadd’r voru m. a. Katsj a- túrían og fremsti músíkvísindamaður Sovétríkjanna, Pjotr Savintsef (en músíkvísindamenn eru einnig með- limir tónskáldafél. þar í landi), fékk ég svipaðar upplýsingar; og athygli mína vakti skoðun þeirra á atónal- isma, seríalisma, punktúalisma og el- ektróník, sem þeir töldu ekkert erindi eiga í konsertsal en gæti verið gagn- leg sem kúlissufylgja í leikhúsi og til áherzlu ýmsum atriðum í kvikmynd- um; músíkina ætti ekki að púlverí- séra og atómíséra heldur að efla sam- hald og festu byggingar hennar í rýtmik, melódík og harmóník svo að hún dehúmaníséraðist ekki, glataði aldrei aðgangi að eyra og vitund mannsins; þessu til áherzlu féll til- vitnun í Tsjaikovskí, sem segir: „Ég vildi ekki að úr penna mínum kæmu symfónísk verk, sem ekkert tjá og að- eins væru innantómur leikaraskapur með korður, tempó og módúlasjón- ir“. Afhenti ég félagsmönnum að lok- um allmörg islenzk tónverk og hlaut af þeirra hálfu þrefalda gagngjöf, bæði nótur og hljómplötur. Yfirskrift þessarar greinar, „Músík í Sovétríkjunum“, er svo víðtæk, að ógjörningur er að gera henni skil á nokkrum tímaritssíðum. Undanfarið yfirlit átti samt grosso modo að draga upp m. a. skyndimynd af arfi, sem þjóðinni er fenginn til varðveizlu. 011 vaxandi menning byggist á arfi og gæzlu hans og ávöxtun, hann skuldbindur til framhaldsþróunar, svo að afturför og hnignun eigi sér 336

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.