Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Side 33

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Side 33
BANDARÍSK BYLTING stemma stigu við eða milda þá bylt- ingu, sem þetta ástand mun óumflý- anlega vekja. Ljóst er einnig, að bezt skipulögðu verkamenn landsins, með- limir hinna gömlu verkalýðsfélaga, hinir óbreyttu verkamenn, sem vinna við framleiðsluna og nú fækkar jafnt og þétt, hafa sannfærzt um, að í þeim aðgerðum, sem þeir munu grípa til eða kunna að grípa til síðar, þurfi þeir að leita samstarfs við önnur öfl. Eins og nú er, munu fleiri þurfa að koma til þegar leysa skal vandamálið um yfirráðin yfir framleiðslunni og hin staðbundnu kvörtunarefni verka- manna. Lausn þessara vandamála krefst þess nú, frekar en nokkru sinni fyrr, að þeir taki í sínar hendur yfir- ráðin yfir sambandinu, í borgar- stjórninni, fylkisstj órninni og sam- bandsstjórninni. Spurningin er ekki hvort þessir verkamenn geti eða kunni að rísa upp. Jafnvel einn verka- maður getur gert uppreisn. En verka- menn eru ekki flón. Þeir vilja geta gert sér von um sigur, og það á við um bandaríska verkamenn fremur en nokkra aðra verkamenn. Þegar þeir taka upp baráttuna, vilja þeir geta gert sér von um skjótan árangur. Og þeir þekkja þjóðfélagsbygginguna nógu vel til þess að vita, að þeir þurfa stuðning annarra, ef þeir eiga að gera sér von um sigur. Þeir vita, að þegar þeir fara af stað, verður fylkingin að vera nógu öflug til þess að brjóta á bak aftur sambandið, atvinnurekend- ur og ríkisvaldið, sem undir yfirskini þj óðaröryggis og landvarna lýsir hverja þá aðgerð, er þeir kunna að grípa til, sem óábyrga og ósamrým- anlega sjálfu þjóðskipulaginu. En af hverju taka þeir ekki völdin í sínum eigin samtökum, samband- inu? Ef litið er til baka, sést að sam- hliða baráttunni um yfirráðin yfir framleiðslunni hefur farið baráttan um yfirráðin yfir sambandinu, og að ósigrar hafa fylgzt að á báðum víg- stöðvum. Um leið og atvinnurekend- ur náðu fullum yfirráðum yfir fram- leiðslunni með samningum við sam- bandið og í krafti sjálfvirkninnar, misstu verkamennimir einnig yfir- ráðin yfir sambandinu. Þessvegna gera verkamenn sér nú ljóst að á sama hátt og ekki nægir að taka upp baráttuna gegn verksmiðjustjórninni einni saman, gagnar þeim lítið að ná völdum í sambandinu. Sagan sýnir, að þeir hafa jafnan smíðað sér ný vopn. Með öðrum orðum: þeir snið- ganga hin gömlu samtök og mynda ný, sem eru ósnortin af þeirri spill- ingu, sem þróazl hefur í þeim gömlu. Verkamenn brutust ekki til valda í AFL á fjórða tug aldarinnar. Þeir mynduðu CIO, ný samtök, aðhæfð hinum nýju bardagaaðferðum. Það er einnig athyglisvert, að þegar AFL og CIO sameinuðust loks 1955 í því skyni að efla verkalýðshreyfing- una í Bandaríkjunum, urðu þau ekki öflugri, heldur þvert á móti; áhrifa- 303

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.