Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Blaðsíða 29

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Blaðsíða 29
BANDARÍSK BYLTING sér vatn að drekka eða taka sér frí til að fylgja látnum ættingja til grafar. Ef þeir neita að vinna eftirvinnu, eru þeir skrifaðir upp og sendir heim í dagvinnutímanum. Þeir þora ekki að ganga með dagblað í vasanum af ótta við að þeir verði sakaðir um að lesa í vinnutímanum. Þegar fyrirtækið óskar að láta verkamenn sína vinna lengur en 40 stundir á viku, þarf það ekki annað en „gera áætlun“ um eft- irvinnu. Hér er dæmi um það hvernig þetta „áætlunar“-fyrirkoinulag er: Nýlega bar svo við, að verkamaður í Chryslerverksmiðju neitaði að vinna í matartímanum um hádegið, þegar verkstjórinn bað liann um það. Verk- stjórinn fór með hann á fund sam- starfsnefndarinnar. Starfsmaður sam- starfsnefndarinnar spurði verkstjór- ann: „Sagðirðu honum, að gerð hefði verið áætlun um þessa vinnu, eða baðstu hann bara að vinna?“ Verkstjórinn kvaðst einungis hafa beðið hann að vinna. Þá sagði sam- starfsnefndarmaðurinn: „Segðu hon- um næst, að gerð hafi verið áætlun um þessa vinnu, og ef hann neitar enn að vinna, þá máttu reka hann, því að við höfum óskoraðan rétt til að gera áætlanir um framleiðslu eins og okkur hentar.“ Hver sá, sem hlustar á eða talar við verkamenn í bílaverksmiðjunum, sannfærist fljótt um, að þeir vænta sér ekki lengur neins af sambandinu. A fyrstu árum sambandsins var al- gengt að heyra verkamenn segja: „Nú höfum við sambandið, og þurfum því ekki að láta bjóða okkur ýmislegt, sem við urðum áður að þola.“ Nú hljóðar þetta þannig: „Þegar við höfðum sambandið, þurftum við ekki að láta bjóða okkur annað eins og þetta.“ Það var þegar ljóst fyrir fjór- um árum, að verkamenn voru búnir að glata öllu trausti á sambandinu. Þegar ástandið er komið á það stig, eru allar spurningar um það, livað einhverjir aðrir leiðtogar kynnu að hafa gert eða liefðu áít að gera, eða hverju hefði mátt áorka, ef fylgt hefði verið annarri stefnu, út í blá- inn. Slíkt væri að endurtaka mistök trotskista fyrir þrjátíu árum, þegar þeir reyndu að mynda sér stefnu og forustu er komið gæti í stað stefnu og forustu Stalins, meðan Stalin hélt ó- trauður sínu striki við uppbyggingu hins mikla rússneska skriffinnsku- bákns og þess Rússlands, sem á ekki lengur neitt skylt við Rússland bylt- ingarinnar. Það er ekki fyrst og fremst sjálf- virkninni að kenna, að CIO hefur nú runnið skeið sitt á enda, enda þótt sjálfvirknin hafi opinberað vanmátt þess. Orsökina er að finna í þeirri staðreynd, að sérhver samtök sem mynduð eru í kapítalisku þjóðfélagi og taka sér ekki alræðisvald, en láta sér nægja að taka upp baráttuna á einangruðum sviðum þess þjóðfélags, eru fyrr eða síðar innlimuð í þjóðfé- 299
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.