Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Page 14

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Page 14
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR útivist og yrðu þá vísast orðnar af- skrœmdar og óþekkj anlegar. Baldvin var 27 ára lögfræðistúdent við háskól- ann þegar hann tók þetta til hragðs til þess að vekja athygli yfirvalda á því alls kostar óviðunandi ástandi sem Bessastaðaskóli var í. Og þannig tókst honum að koma af stað umræð- um um málið. Eins og nú hefur verið lýst nokkuð var við þetta að glíma: 1) algera örbirgð þjóðarinnar 2) deyfð og auðmýkt íslenzkra embættismanna 3) erlenda einvaldsstj órn sem sýndi harðsvírað skilnings- leysi á þörfum landsins í sagnfræðiritum og viðar hefur mönnum orðið tíðrætt um það mikla mannval sem kom fram með þjóðinni á 19. öld, um það bil sem sjálfstæðis- baráttan hófst. Og það er rétt að þeir voru margir þessir úrvalsmenn, mið- að við aðra tíma í sögu þjóðarinnar um margar aldir. Menn hafa viljað líta á þetta sem einhverja tilviljun — eða dæmi um ágæti Bessastaðaskóla sem uppeldis- og lærdómsstofnunar. Hér verður ekki dregið úr þætti Bessastaðaskóla og þess andrúmslofts sem lék um þá stofnun í tíð Hallgríms Schevings og Sveinbjarnar Egilsson- ar. En hinu má ekki gleyma að tím- arnir áttu sinn ríka þátt í þeirri grósku sem okkur verður svo starsýnt á. Þessi gróska var í Evrópumannlíf- inu yfirleitt. Stjómarbyltingin í Frakklandi 1830 hafði áhrif um alla álfuna og kvíslaðist inn í allar grein- ar þjóðlegs lífs. Jón Sigurðsson segir að þetta hafi vakið tvennt hjá mönn- um: „ást til frelsis og ást á ættjörðu og þjóðerni sínu“.12 Þjóðernishreyf- ing og krafan um frelsi og framfarir fóru sem óstöðvandi elfur um álfuna. Þetta glæddi og örvaði með mönnum andlegt þrek og dug, og eins og alltaf undir svo vekjandi og eflandi kring- umstæðum birtust á sviðinu miklu fleiri atgjörvismenn en dæmi þekkt- ust til um. Tímarnir voru hliðhollir okkar ungu harðgeru baráttumönn- um. Það er eftirtektarvert að íslenzkir Hafnarstúdentar verða nær samstíga frjálslyndum Dönum er þeir hefja starf fyrir betra þjóðfélagi. Þegar menntamenn beggja þjóðanna halda út á brautina nær samtímis, má vafa- lítið rekja það til einnar og sömu or- sakar. Hitt gæti verið nútímanum umhugsunarefni, hvern stórhug um- komulitlir íslenzkir Hafnarstúdent- ar sýndu með myndarlegri útgáfu- starfsemi í þeim tilgangi að vekja athygli þjóðarinnar á sjálfri sér á þeim tíma sem henni entist ekki sólar- hringurinn til að hafa fyrir því allra nauðsynlegasta sér til lífsuppheldis. Hin þrjú tímarit sem áður voru nefnd eru öll undir merki nytseminnar í fyrsta lagi og skyldi Ármann á al- 12 Ný félagsrit VIII, X. bls. 284

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.