Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Blaðsíða 14

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Blaðsíða 14
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR útivist og yrðu þá vísast orðnar af- skrœmdar og óþekkj anlegar. Baldvin var 27 ára lögfræðistúdent við háskól- ann þegar hann tók þetta til hragðs til þess að vekja athygli yfirvalda á því alls kostar óviðunandi ástandi sem Bessastaðaskóli var í. Og þannig tókst honum að koma af stað umræð- um um málið. Eins og nú hefur verið lýst nokkuð var við þetta að glíma: 1) algera örbirgð þjóðarinnar 2) deyfð og auðmýkt íslenzkra embættismanna 3) erlenda einvaldsstj órn sem sýndi harðsvírað skilnings- leysi á þörfum landsins í sagnfræðiritum og viðar hefur mönnum orðið tíðrætt um það mikla mannval sem kom fram með þjóðinni á 19. öld, um það bil sem sjálfstæðis- baráttan hófst. Og það er rétt að þeir voru margir þessir úrvalsmenn, mið- að við aðra tíma í sögu þjóðarinnar um margar aldir. Menn hafa viljað líta á þetta sem einhverja tilviljun — eða dæmi um ágæti Bessastaðaskóla sem uppeldis- og lærdómsstofnunar. Hér verður ekki dregið úr þætti Bessastaðaskóla og þess andrúmslofts sem lék um þá stofnun í tíð Hallgríms Schevings og Sveinbjarnar Egilsson- ar. En hinu má ekki gleyma að tím- arnir áttu sinn ríka þátt í þeirri grósku sem okkur verður svo starsýnt á. Þessi gróska var í Evrópumannlíf- inu yfirleitt. Stjómarbyltingin í Frakklandi 1830 hafði áhrif um alla álfuna og kvíslaðist inn í allar grein- ar þjóðlegs lífs. Jón Sigurðsson segir að þetta hafi vakið tvennt hjá mönn- um: „ást til frelsis og ást á ættjörðu og þjóðerni sínu“.12 Þjóðernishreyf- ing og krafan um frelsi og framfarir fóru sem óstöðvandi elfur um álfuna. Þetta glæddi og örvaði með mönnum andlegt þrek og dug, og eins og alltaf undir svo vekjandi og eflandi kring- umstæðum birtust á sviðinu miklu fleiri atgjörvismenn en dæmi þekkt- ust til um. Tímarnir voru hliðhollir okkar ungu harðgeru baráttumönn- um. Það er eftirtektarvert að íslenzkir Hafnarstúdentar verða nær samstíga frjálslyndum Dönum er þeir hefja starf fyrir betra þjóðfélagi. Þegar menntamenn beggja þjóðanna halda út á brautina nær samtímis, má vafa- lítið rekja það til einnar og sömu or- sakar. Hitt gæti verið nútímanum umhugsunarefni, hvern stórhug um- komulitlir íslenzkir Hafnarstúdent- ar sýndu með myndarlegri útgáfu- starfsemi í þeim tilgangi að vekja athygli þjóðarinnar á sjálfri sér á þeim tíma sem henni entist ekki sólar- hringurinn til að hafa fyrir því allra nauðsynlegasta sér til lífsuppheldis. Hin þrjú tímarit sem áður voru nefnd eru öll undir merki nytseminnar í fyrsta lagi og skyldi Ármann á al- 12 Ný félagsrit VIII, X. bls. 284
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.