Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Blaðsíða 67

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Blaðsíða 67
MÚSÍK í SOVÉTRÍKJUNUM ekki stað. Ef arfur á að lifa og auk- ast, verður þjóðin að skilja þýðingu hans og samlagast anda hans með þroskun áskapaðra hæfileika, sem við köllum menntun (og er hún allt annað og meira en söfnun vitneskju um kaldar staðreyndir, þurr bókar- lærdómur; því að menntun á ekki sízt að skapa grundvöll að dómgreind, sem svo fæðir af sér smekk). Þegar ræða á um músík í Sovét- ríkjunum, verður því fyrst og fremst að skoða þá hlið, sem að músík- kennslu snýr. Smekkur, áhugi, kunn- átta og sköpunarmáttur í músík sprettur ekki upp af sjálfu sér; hann verður að rækta og laða fram, stig af stigi, frá blautu barnsbeini til fullorð- insára. í Moskvu áttum við þess kost að sækja heim músikfagskólann Ippolít- of-Ivanof. Viðtökur voru hjartanleg- ar. Hlustuðum við þar á kennslu í kórsöng; sungin var kantata eftir Tanejef. Allir nemendur, 120 talsins, sungu eftir nótnanöfnum (mi, fa, sol, en svo nefna Rússar e-f-g); raddgæði voru sérlega mikil, hljóðin liðug og hreimsterk; spurði ég á eftir kennar- ann hve lengi hann æfði svo. „Við höfum eingöngu samæfingar og syngjum á 4—6 æfingum, allt eftir kröfum verksins, eingöngu nótna- nöfn; þá fyrst, er tónhil og rýtmi (fjarlægð milli tóna og tónlengd) eru innprentuð, syngjum við texta.“ — í celló-deild heyrðum við kornunga stúlku, um 17 ára, leika af miklum þroska og bezta öryggi fyrsta kaflann úr cellókonsert Sj ostakovitsj, og í slagverks-deild spilaði enn yngri pilt- ur, um 13 ára, kínverskan dans eftir Tsjaikovskí á xýlófón með píanóund- irleik í fljúgandi tempói, prestissimo. Skeikaði honum hvergi á öllum sín- um kubbum, þótt sjálfur væri stubh- ur. Að þessu loknu söfnuðust saman allir nemendur um 500 talsins ásamt kennaraliði í hátiðasal skólans og flutti ég þar erindi um íslenzka músík með mörgum tóndæmum. Var þar á- gætur túlkur, Galina Kusnetsova, sem þýddi jafnóðum af þýzku á rússnesku. — Á eftir áttum við tal við ýmsa kennara, einkum við Ilitsj Babitsjef. Skal ég nú greina frá nokkrum atrið- um úr samtali okkar. Barnaskólar í Sovétríkjunum skipuleggja haldgóða kennslu í mús- ík. Kórsöngur er grundvöllur í mús- íkiðkun rússneskrar þjóðar. Því er sérstök rækt lögð við söng barna. Ekkert barn fær frí í söngtíma, allir geta tekið þátt, enginn fær að skor- ast undan. Hér er lagður grunnur að því að músík verði allsherjareign þjóðarinnar. Sönglagni, öndun, tón- myndun og framburður eru fyrstu stig kennslunnar. Músíkkennsluskrá í 6-ára barnaskóla inniheldur þessi námsatriði: 1) Músík hefur ákveðið innihald. Þekking á efni hennar (tempó, rýtmi, tónhæð, tónkyn, fjöl- tímarit máls oc mennincar 337 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.