Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Qupperneq 36

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Qupperneq 36
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Átökin milli hinna gömlu verka- manna, sem ala á úlfúð meðal þeirra, eru í rauninni einungis síðbúin bar- dagaaðferð hinnar gömlu hjarðar. Þau koma ekki nærri kjarna málsins. Sjálfvirknin er sá veruleiki, sem nú blasir við þeim og öðrum þegnum hins ameríska þjóðfélags. Bandaríkin sigla nú hraðbyri inn í þjóðfélag sjálfvirkninnar, og sú sigling verður ekki stöðvuð með því að neita að vinna eftirvinnu, með skemmdarverk- um eða með því að stytta vinnuvik- una um fáeinar stundir. Bandaríkin eru nú óðum að komast á það stig, að til þess að viðhalda hernaðarrík- inu og hagkerfi kapítalismans dugir ekkert nema sjálfvirkni og enn meiri sjálfvirkni. Vandamálið, sem blasir við verkamönnum og bandarísku þjóðinni í heild, er þetta: hvernig get- um við tileinkað okkur sjálfvirknina og jafnframt unnið fyrir okkur? Það er ekki einungis spurning um endur- þjálfun eða breytingu úr einu vinnu- fyrirkomulagi í annað. Því að sjálf- virknin útrýmir að fullu þörfinni á miklum fjölda starfandi handa, og á það jafnt við um faglærða sem ófag- lærða verkamenn og skrifstofufólk. Það er augljóst, að viðhorf hinnar nýju stéttar verkamanna, sem sjálf- virknin hefur þegar bergnumið, til vinnunnar og tengsl þeirra við hana, er ólíkt því sem gerist hjá öðrum verkamönnum. Það eru hin nýju tengsl þessara verkamanna við vinnu sína, sem gert hafa sambandinu ó- kleift að koma á samtökum þeirra í milli, og hinum gömlu verkamönn- um að komast í samband við þá. Hin- ir gömlu verkamenn líta á þessa nýju stétt verkamanna sem nána samstarfs- menn verksmiðjustjórnarinnar og ó- aðskilj anlegan hluta þess ferlis, sem er að útrýma þeim. Sambandið get- ur aðeins nálgast þessa nýju verka- menn í sambandi við launakröfur og skiptingu í launaflokka. En laun þeirra eru það há, að nokkurra senta launahækkun skiptir þá ekki máli. Byrjunarlaun þeirra eru miklu hærri en hina gömlu faglærðu verkamenn hefur nokkurn tíma dreymt um að fá. Og skipting í launaflokka er ekki áhugamál þeirra, eins og það var hjá hinum gömlu faglærðu verkamönn- um. Fjarri því. Þeir fagna miklu fremur hverri nýrri breytingu á fram- leiðslu og líta á hana sem prófstein á hæfileika sína, þekkingu og hug- kvæmni. Sjálfvirknin er í þeirra aug- um j afnheillandi og að ganga í skóla og glíma við ný verkefni á hverjum degi. Þessi áhugi þeirra á vinnunni lokar jafnframt augum þeirra fyrir þeim áhrifum, sem starf þeirra hefur á gömlu verkamennina. En fleira kemur til. Þessir nýju verkamenn líkj- ast ekki hinum gömlu uppfinninga- meisturum, sem iðj uhöldarnir réðu til þess eins að unnt væri að hagnýta snilli þeirra (svo sem eins og þegar Henry Ford réð George Washington 306
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.