Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Qupperneq 60

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Qupperneq 60
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR skrifstofunni. Og Kantrowitz segir við mig: Nú er hann líka þinn sonur, Levin, hvað eigum við að gera? Ég fór heim en sagði konu minni ekki neitt. Til hvers var að vera að hrella hana? En þegar maður á aðeins eina dóttur og ekkert annað í heiminum nema verzlun sina og er farinn að eldast, stendur honum ekki á sama þegar svona kemur fyrir. Hvað hugsar Izzy að koma ekki á skrifstofuna í þrjá daga og svara föður sínum að hann megi ekki vera að því? Engan tíma til að sinna kaupsýslu! Þvílíkt og annaðeins. Ég spyr konu mína hvort hún hafi hitt Margrétu og hún segist hafa hringt til hennar en hún hafi sagzt vera önnum kafin og vildi ekki láta ónáða sig. Þá minnist ég þess að Margrét var alltaf óánægð með að Izzy skyldi hætta að yrkja og það fór hrollur um mig. Aldrei er hægt að treysta kvenfólki. Þegar ég var búinn að borða þoldi ég ekki lengur við, sagði konu minni að ég þyrfti á áríðandi fund í frímúrarastúkunni og ók í leigubíl til Washing- tontorgs, þar sem þau Izzy og Margrét eiga heima. Á leiðinni velti ég því fyrir mér hvað geti verið um að vera fyrir ungu hjónunum og ég furðaði mig á að þau skyldu búa á þessum stað, það eru skemmtilegri hús á Washingtonhæð og meira að segja í Bronx. Hversvegna völdu þau sér bústað á Washington- torgi? Þótt hann væri kaupsýslumaður var það dálítið undarlegt. Og Margrét fékk oft vitlausar hugmyndir, þótt aldrei nema hún væri dóttir mín. Ég hringdi dyrabjöllunni, og mér er eins þungt um hjarta sem væri ég að heimsækja dauðsjúkan ættingja eða fara á fund lánadrottna gjaldþrota firma. Þegar ég kom inn óx kvíði minn um allan helming. Oðrumegin við borð situr Izzy, kominn með sítt hár og reykjandi pípu, og móti honum situr Margrét og borðið er fullt af bókum, og ekkert í íbúðinni minnti á að hér ætti ráð- settur kaupsýslumaður heima. Húsgögnin voru ólík því, alstaðar svæflar og kertastikur. Hvað átti það að þýða að nota kertaljós þar sem nóg var raf- magn? Öðru máli var að gegna í gamla landinu. Andartak, tengdapabbi, kallar Izzy til mín og fer að lesa kvæði upp úr bók og verður voðalega æstur þegar Margrét er honum ósamþykk. Margrét segir: Fáðu þér sæti, pabbi, og svo tekur hún til að lesa kvæði úr annarri bók. Ég sé að sjúkdómurinn hefur aftur gripið þau heljartökum og ég undrast að þetta skuli vera dóttir mín og sonur Kantrowitz sem ég hef þekkt svo vel í fj öldamörg ár. Hefði j örðin klofnað fyrir fótum mér mundi ég hafa lent ofan í sprunguna, svo úrræðalaus var ég. Þau létu sem ég væri ekki til. Izzy tekur upp aðra bók af borðinu og fer að lesa, síðan tekur Margrét bók og les. Og 330
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.