Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Blaðsíða 83

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Blaðsíða 83
VERDI, SHAKESPEARE OG „MACBETH“ þeirra, Verdi, sé þar samur við sig. Vissu- lega villir venjulegt svipmót hans ekki á sér heimildir í sumum atriðum, — til dæmis í launmorðingjakórnum, í senn óhugnan- legum og leiftrandi af kæti, sem minnir á samsvarandi myrkurkóra í mörgum öðrum óperum. Eða það er enn fínlegra í bragði, eins og í hinni stóru aríu, sem Lady Mac- beth syngur í 2. þætti og bendir til Aídu um raddfærslu og heitan og ákafan hljóm- sveitar-undirleik, — eða í enda 3. þáttar, hinum hatursfulla tvísöng, sem stendur í beinu sambandi, meira en 20 ár fram í tím- ann, við hefndarsöng þeirra Othellos og Jagos. Annars mætir manni hér, í þeim at- riðum sem vel hafa tekizt, allt annar Verdi, nýr og óvæntur, og þó auðkennilegur í veldi sínu, — sá Verdi, sem sorgarleikurinn „Macbeth" hefur einmitt innblásið til þess- arar sérkennilegu endursköpunar í tónuin. Sá, sem leitar að líkingu með tónlistinni í hinum tveimur Shakespeareóperum, Mac- beth og Othello, leitar víst til lítils, — og þó hvflir yfir báðum hinn sami hugblær af súlnagöngum, vaxkertum og tign og næm- leik í hljómburði, hugblær Shakespeares, — enda þótt munurinn á þessum tveimur sorgarleikjum: þétt myrkrið í „Macbeth" og bjart ljósið í „Othello" — skilji jafn- framt á milli þessara tveggja söngleikja Verdis, að því er tekur til tónlistarinnar. Stundum freistast maður til að spyrja: Hafa venjulegir óperugestir óþroskaðan smekk? Þegar til kemur, verða það sem sé fleiri, sem flykkjast að Farandskáldinu og Tannhauser en að Othello og Ragnarökum, og þeir óperuvinir, sem í alvöru leita hins hreina músíkdrama, eru í rauninni fáir. Eins er það efa blandið, hvort þar muni koma, að gömlu vinsældaverkin — Rigo- letto, Farandskáldið o. s. frv. — hafi orðið að rýma sæti við hlið sér fyrir Macbeth, jafnoka sínum frá tónlistarsjónarmiði og vitsmunalega miklu yfirburðaverki, enda þótt tilreiðslunni kunni að vera áfátt mið- að við ytra gengi. En eru nú ekki meiri lík- indi til þess en áður, að svo gæti farið, að gömlu óperugestirnir með sinn einstreng- ingslega smekk yrðu bráðlega leystir af hólmi og bekkina skipaði fólk, sem hefði vitsmunalegri og víðari sjónarmið. Lifum vér ekki einmitt nú þá tíma, þegar leið- beinandinn er ekki síður mikilsverð per- sóna en söngvarinn og innlifun í anda verksins ekki síður hrífandi en háa C-ið í miðjum þriðja þætti? Og þegar það t. d. hvemig hryllingsatriði hjá Shakespeare muni koma fyrir sjónir í músíkölskum bún- ingi, hlýtur að vekja sérstaka eftirvæntingu hjá hverjum frumgesti? Nei, svo langt hefur oss ekki miðað enn- þá. Vor nýtízkuöld — svo er efnishyggju hennar og hlutdýrkun fyrir að þakka — er miklu lengra á eftir tímanum en flestir gera sér ljóst. Til dæmis má nefna það hlutverk, sem hljómplötuiðnaðurinn leikur á óperu- sviðinu, þar sem stjömudýrkunin gengur úr hófi fram og áherzlan á fullkomnun í hljómgæðum og ytri glæsileik hið sama, — þetta fyrirbæri hefur öll einkenni „kulinar- ismans“, eða kröfunnar um lostæti, þótt svikið sé að næringu. Vonandi er hér þó aðeins barnasjúkdóma við að etja, — í lok þessarar aldar má ætla, að viðhorf vor gagn- vart óperunni verði orðin fordómalaus og skynsamleg, svo að þessi efadregna list- grein eignist það sæti í menningarlegri og andlegri vitund manna, sem hún ein getur skipað, á bekk með öðmm listgreinum leik- sviðsins, og fari þá áhrif hvers einstaks verks eftir þeim krafti einum, er í því sjálfu býr. En þá mun Macbeth einnig hafa náð á leiðarenda. Þorsteinn Valdimarsson íslenzkaði TÍMARIT MÁLS OC MENNINGAR 353 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.