Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Blaðsíða 83
VERDI, SHAKESPEARE OG „MACBETH“
þeirra, Verdi, sé þar samur við sig. Vissu-
lega villir venjulegt svipmót hans ekki á sér
heimildir í sumum atriðum, — til dæmis
í launmorðingjakórnum, í senn óhugnan-
legum og leiftrandi af kæti, sem minnir á
samsvarandi myrkurkóra í mörgum öðrum
óperum. Eða það er enn fínlegra í bragði,
eins og í hinni stóru aríu, sem Lady Mac-
beth syngur í 2. þætti og bendir til Aídu
um raddfærslu og heitan og ákafan hljóm-
sveitar-undirleik, — eða í enda 3. þáttar,
hinum hatursfulla tvísöng, sem stendur í
beinu sambandi, meira en 20 ár fram í tím-
ann, við hefndarsöng þeirra Othellos og
Jagos. Annars mætir manni hér, í þeim at-
riðum sem vel hafa tekizt, allt annar Verdi,
nýr og óvæntur, og þó auðkennilegur í veldi
sínu, — sá Verdi, sem sorgarleikurinn
„Macbeth" hefur einmitt innblásið til þess-
arar sérkennilegu endursköpunar í tónuin.
Sá, sem leitar að líkingu með tónlistinni í
hinum tveimur Shakespeareóperum, Mac-
beth og Othello, leitar víst til lítils, — og
þó hvflir yfir báðum hinn sami hugblær af
súlnagöngum, vaxkertum og tign og næm-
leik í hljómburði, hugblær Shakespeares,
— enda þótt munurinn á þessum tveimur
sorgarleikjum: þétt myrkrið í „Macbeth"
og bjart ljósið í „Othello" — skilji jafn-
framt á milli þessara tveggja söngleikja
Verdis, að því er tekur til tónlistarinnar.
Stundum freistast maður til að spyrja:
Hafa venjulegir óperugestir óþroskaðan
smekk? Þegar til kemur, verða það sem sé
fleiri, sem flykkjast að Farandskáldinu og
Tannhauser en að Othello og Ragnarökum,
og þeir óperuvinir, sem í alvöru leita hins
hreina músíkdrama, eru í rauninni fáir.
Eins er það efa blandið, hvort þar muni
koma, að gömlu vinsældaverkin — Rigo-
letto, Farandskáldið o. s. frv. — hafi orðið
að rýma sæti við hlið sér fyrir Macbeth,
jafnoka sínum frá tónlistarsjónarmiði og
vitsmunalega miklu yfirburðaverki, enda
þótt tilreiðslunni kunni að vera áfátt mið-
að við ytra gengi. En eru nú ekki meiri lík-
indi til þess en áður, að svo gæti farið, að
gömlu óperugestirnir með sinn einstreng-
ingslega smekk yrðu bráðlega leystir af
hólmi og bekkina skipaði fólk, sem hefði
vitsmunalegri og víðari sjónarmið. Lifum
vér ekki einmitt nú þá tíma, þegar leið-
beinandinn er ekki síður mikilsverð per-
sóna en söngvarinn og innlifun í anda
verksins ekki síður hrífandi en háa C-ið í
miðjum þriðja þætti? Og þegar það t. d.
hvemig hryllingsatriði hjá Shakespeare
muni koma fyrir sjónir í músíkölskum bún-
ingi, hlýtur að vekja sérstaka eftirvæntingu
hjá hverjum frumgesti?
Nei, svo langt hefur oss ekki miðað enn-
þá. Vor nýtízkuöld — svo er efnishyggju
hennar og hlutdýrkun fyrir að þakka — er
miklu lengra á eftir tímanum en flestir gera
sér ljóst. Til dæmis má nefna það hlutverk,
sem hljómplötuiðnaðurinn leikur á óperu-
sviðinu, þar sem stjömudýrkunin gengur
úr hófi fram og áherzlan á fullkomnun í
hljómgæðum og ytri glæsileik hið sama, —
þetta fyrirbæri hefur öll einkenni „kulinar-
ismans“, eða kröfunnar um lostæti, þótt
svikið sé að næringu. Vonandi er hér þó
aðeins barnasjúkdóma við að etja, — í lok
þessarar aldar má ætla, að viðhorf vor gagn-
vart óperunni verði orðin fordómalaus og
skynsamleg, svo að þessi efadregna list-
grein eignist það sæti í menningarlegri og
andlegri vitund manna, sem hún ein getur
skipað, á bekk með öðmm listgreinum leik-
sviðsins, og fari þá áhrif hvers einstaks
verks eftir þeim krafti einum, er í því sjálfu
býr. En þá mun Macbeth einnig hafa náð
á leiðarenda.
Þorsteinn Valdimarsson
íslenzkaði
TÍMARIT MÁLS OC MENNINGAR
353
23