Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Blaðsíða 77

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Blaðsíða 77
VERDI, SHAKESPEARE OG „MACBETH" eðlilegra en það, að Shakespeare vteri einn af eftirlætishöfundum Verdis. í upphafi hins rómantíska skeiðs á Ítalíu eftir Napó- leonsstyrjaldimar, þegar heiðlistarstefnan átti ekki upp á pallborðið, var Shakespeare sá höfundur, sem talinn var ein stærst fyrir- mynd (aðrir voru t. d. Byron, Ossian og Walter Scott), og það er mjög eðlilegt, að leikrit hans yrðu meðal fyrstu bóka, sem Verdi las í æsku. (Það má ekki heldur gleyma nánum kynnum hans síðar af Shakespeare-þýðandanum Giulio Car- cano). Ætlum vcr að reyna að gera nákvæma grein fyrir því, hvaða áhrif Shakespeare- dýrkun Verdis hefur haft á verk hans, er nauðsynlegt að hafa í huga, að samband rithöfundar og óperuhöfundar getur verið með tvennu ólíku móti. í fyrra tilfellinu eru þau áhrif, sem rithöfundurinn hefur á tónskáldið með verkum sínum skilyrðis- bundin, það er að segja, af leit tónskáldsins að efni í óperutexta. Það kemur þá fyrst til kasta, að tónskáldið færi sér verk höf- undarin8 í nyt, ef ákvörðunin að semja óperu ltefur verið tekin áður. í síðara til- fellinu eru áhrif rithöfundarins skilyrSis- laus, þ. e. a. s. að þau láta sjálfkrafa til sín taka, — eitthvert sérstakt verk kann að verða til þess, að tónskáldið tekur að skrifa óperu, án frekara tilefnis. Það er nú að vísu fjölþætt verk að semja ópern, — en mörg- um mun verða Ijóst, hvað við er átt, ef dæmi er tekið af sönglagi í staðinn fyrir söngleik: maður þarf sem sé ekki að vera tónskáld að atvinnu til þess, að sú hugsun hvarfli stundum að manni við lestur á ákveðnu ljóði, að „við þetta megi ég til með að gera lag.“ Árum saman kann svo kvæð- ið að gcymast í huga manns, og ef til vill kemur lagið á pappírinn einn góðan veður- dag. Þessi skilyrðislausu áhrif eru einkenn- andi fyrir 6ambandið á milli Verdis og Shakespeares. Má vera, að hagkvæmnis- ástæður hafi valdið því að einhverju leyti, að Verdi valdi Macbeth handa Flórensbú- um árið 1846; má vera, að markið hafi ver- ið óljóst fyrir honum, — en að hann hæfði í mark, hvað sem öðru leið, það er fullljóst af því dálæti, sem Verdi hafði á þessari óperu til æviloka um önnur verk sín fram. Og enginn annar en höfundur sjónleikj- anna „Othello" og „Merry Wives“ hefði getað lagt til efni í óperutexta, sem yrði yfirsterkari andúð þeirri, er Verdi hafði á að semja fleiri óperur á efri árum, — texta eem áttu sinn þátt í því, að honum tókst loks að setja hugmyndir sínar um hið full- komna músíkdrama ljóslifandi fram. Þetta kemur fram svo skýrt sem verða má í orð- um Arrigo Boitos, þess höfundar er síðast- ur skrifaði óperutexta handa Verdi og var honum andlega skyldur, en með þeim svar- aði liann efasemdum Verdis, er hann vann að Othello: „Reynið ekki að flýja undan forlögum yðar, — samkvæmt lögmáli um andlegan skyldleika er þessi sorgarleikur Shake- speares fyrirfram ákveðið efni handa yð- ur!“ Samband sem þctta er í sjálfu sér ekkert einkennilegt, — en það var óvenjulegt í sögu óperunnar á 19. öld. Flest óperuverk voru samin eftir pöntun, og ég hygg, að hin séu sárafá, sem hafizt var handa við fyrir bókmenntalegan innblástur tónskáldsins. En hafi nú Verdi verið innblásinn anda Shakespeares, hvers vegna samdi hann þá aðeins þrjár Shakespeare-óperur? Verdi svarar þessu sjálfur í einni af hinum fjöl- mörgu greinargerðum fyrir skilningi sínum á skáldinu og afstöðu sinni til þess. „Hið eina,“ segir hann einhvers staðar, „sem stöðugt hefur aftrað mér frá að fjalla oftar um efni úr sjónleikjum Shakespeares, er að þurfa að skipta um leiktjöld á hverju and- artaki. Þegar ég sá það á leiksviði, fannst mér það óþægilegra en ég get með orðum lýst, — eins og ég væri að horfa í töfra- 347
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.