Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Blaðsíða 23
BANDARÍSK BYLTING
Það skipti í rauninni engu fyrir
verksmiðjustjórnimar. sem græddu
meira en nokkru sinni fyrr á samn-
ingum sínum við ríkisstjórnina, hve
margar stundir verkamennirnir unnu
eða jafnvel hve margir voru á launa-
skrá. Svo mikil var spillingin bæði
meðal verkalýðsleiðtoganna og verk-
smiðjustjóranna, að rannsókn, sem
ríkistjórnin lét gera hjá Packard
Motor Company, leiddi í ljós, að
verkamenn sátu hundruðum sarnan
við fj árhættuspil meðan aðrir unnu.
Verkamennirnir voru bundnir við
vinnuna og gátu ekki losnað nema
þeir gætu hrjáð verksmiðjustjórnina
svo, að hún sæi sig tilneydda að reka
þá. Margir verkamenn gripu því til
einkaskæruhernaðar með því að
neita að vinna, svo að þeir yrðu rekn-
ir. Því næst fóru þeir í aðra verk-
smiðju, þar sem þeir fengu fáeinum
centum hærra kaup. A þennan hátt
fóru margir verkamenn úr einu starfi
í annað og kynntust starfstilhögun í
mörgum verksmiðjum.
Og svo lauk styrjöldinni jafn-
skyndilega og hún hafði byrjað.
Tímahil var á enda runnið og nýtt
tímabil hófst innan verkalýðshreyf-
ingarinnar. Það sem áunnizt hafði:
eftirlit verkamanna með framleiðsl-
unni og hinn nýja félagsanda meðal
verkamanna, lét sambandsstjórnin sig
engu varða. Baráttan var færð yfir á
kaupgjaldssviðið. Því að enda þótt
starfsemi CIO hefði fært flestum
verkamönnum nokkra launahækkun,
nam sú hækkun ekki miklu. Meðal-
laun í verksmiðjum á stríðsárunum
voru 1,00 til 1,25 dollarar. Það var
hinn langi vinnutími, sem færði
verkamönnum þau laun, er nægðu til
að mæta síhækkandi framfærslu-
kostnaði og svartamarkaðsverði á
nauðsynjum.
Verkfallið mikla hjá General Mot-
ors 1945—1946 var byrjunin á hin-
um nýja vítahring: þegar sambands-
stjórninni tókst að knýja fram kaup-
hækkanir og aðrar hagsbætur verka-
mönnum til handa, var það básúnað
sem mikil félagsleg framför, í stað-
inn var alla tíð gefinn eftir hluti af
þeim yfirráðum yfir framleiðslunni,
sem verkamenn höfðu náð. En ölvað-
ir af því frelsi, sem þeir höfðu áunnið
sér í verksmiðjunum á stríðsárunum,
studdu verkamenn nærri einróma
þessi kaupgj aldsverkföll fyrst eftir
stríðið. Það var ekki fyrr en 1948,
þegar sambandsstjórnin samþykkti
„öryggisákvæðið“, sem færði verk-
smiðjustjórnunum óskorað vald yfir
framleiðslunni, að brydda tók á óá-
nægju.
Reuther hafði komizt til valda
1947, og með komu hans hófst nýtt
stjórnarfyrirkomulag innan verka-
lýðshreyfingarinnar. í krafti þeirra
vinsælda, sem Reuther hafði aflað sér
með vígorðunum: „Opnið bækurn-
ar“, þegar hann stjórnaði verkfallinu
hjá General Motors (hér eftir GM)
293