Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Blaðsíða 79

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Blaðsíða 79
VERDI, SHAK ESPEARE OG „MACBETH" Sú gagnrýni, sem fram kom á Macbeth eftir flutning óperunnar í París, á þá lund, að verkið væri anda Shakespeares allsend- is framandi, staðhæfði sem sé, að Verdi hefði engan haldgóðan skilning á Shake- speare, — og fjarstæðari sleggjudómur varð víst ekki upp kveðinn. Síðari tíma gagnrýni, sem beint hefur verið að Mac- beth varðandi of lítil ættartengsl við Shake- speare, hefur einkum komið niður á texta Piaves, og þá verið hamrað á tveimur at- riðum sérstaklega: að í textanum væru ekki varðveittar nema bláútlínur í leikritinu, og að allar persónur verksins væru gerðar af sviplausum skuggum. Það er léttur leikur að gagnrýna óperu- texta með samanburði við sjónleik, sem hann er byggður á. Slík umritun sjónleikja er vandkvæðum háð, sem aðeins verða leyst að vissu marki af þeim sem sérgáfur hafa til þess (en slíkar sérgáfur eru sjald- gæfari á sviði textaskáldskapar en tón- smíða), — og það sem gagnrýnin beinist að, eru oftast aðeins óhjákvæmilegar niður- stöður af lögmálum, sem umritunin lýtur: lögmálum um samþjöppun og einföldun efnisins. Talað orð þarf skemmri tíma til að láta ákveðna tilfinningu í ljós heldur en það tekur að tjá hana í tónum. Á öldinni sem leið var það lögmál í góðu gildi við óperutónsmíðar, að ef eitthvað þarf að láta í ljós, sem máli skiptir, þá verður að endur- taka það, til þess að það komi nægilega skýrt fram í músík. Óperan Macbeth er meira en helmingi orðfærri en sjónleikur- inn (og hann er þó fremur stuttur, sem kunnugt er). Fyrsta og öðrum þætti er slengt saman í einn, og fjölda af aukaper- sónum er sleppt. I óperu er ekki unnt að draga fram skapgerðareinkenni með orðum og hugmyndum persónanna á sama hátt og í sjónleik. Hér er það háttalag þeirra, sem allt veltur á, og í þeim mæli sem það hrekk- ur eitt saman til skapgerðarlýsingar á per- sónunum, í þeim mæli tekst hún. Harðstjór- inn Macbeth getur ekki í óperunni færzt undan einvígi við Macduff, — „blóð fjöl- skyldu hans hvílir allt of þungt á honum“. Hjá Wagner, sem var hugmyndin um heim- spekilegt músíkdrama fjötur um fót, hefði samsvarandi persóna þurft að tvístíga og bræða málið með sér í tuttugu mínútur, áð- ur en bröndunum yrði loks brugðið. Það nægir að benda á 2. þáttinn í Tristan og ísoldu: mörgum kann að finnast, að þeir hafi músíkalska nautn af átölum Marks konungs, og gera sig ánægða með það, — en skyldu þeir ekki vera fleiri, sem eru sam- mála um það, að þátturinn sé ótrúlega ódramatískur í samanburði við uppistöðu sína að efni til? Auðvitað —- hugmyndarík- an sjónleik má umrita í óperutexta, án þess nokkuð fari forgörðum, — en slíkur texti ætti þá ekkert skylt við óperu lengur sam- kvæmt hugmyndum Verdis. Ópera gat að- eins lýst sjálfkrafa mannlegum tilfinning- um, sem máli skipta fyrir atburðarásina. Þessi hugmynd er mjög skýrt sett fram hjá H. C. Andersen, þar sem hann lætur söng- kennarann í „Lukku-Pétri“ segja: „Við fáum ekki „Hamlet" Shakespeares (þ. e. a. s. í samnefndri óperu eftir Thom- as), fremur en „Faust“ Goethes í óperunni „Faust“. Spekimál eru ekki efni í músík, það eru ástir persónanna í báðum þessum óperum, sem hef jast þar í hæðir skáldskap- ar í tónum.“ Að því er persónuf jöldann snertir, myndi það einungis trufla að láta alla skozku að- alsmennina í óperunni Macbeth koma fram nema sem aukaleikara. Eigi að síður hefur „Macbeth" með sína einföldu atburðarás komizt vel hjá þörfinni á styttingu, — í „Lear konungi", sem er flóknari, höfðu Verdi og Somma sleppt Gloster-þættinum algjörlega ásamt þeim persónum, sem koma þar við sögu, en það var allt annars konar og alvarlegra strik í reikninginn. Og ef hin- ir mörgu gagnrýnendur hefðu nú tekið sig til og lesið „Macbeth" Shakespeares, hefðu 349
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.