Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Síða 9

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Síða 9
GERSEMAR VORS FOÐURLANDS eitt sem hafði mjög mikil áhrif á allt þjóðfélagið og þá allan hag almenn- ings, þ. e. a. s. verzlunaránauðin, og er óhj ákvæmilegt að fara nokkrum orðuin um hana. Svo sem allir vita var verzlunarein- okun frá 1602—1787 og mun það þungbærasta tímabil í sögu þjóðar- innar. Þá var verzlunin við ísland leigð félagasamtökum danskra kaup- manna eða einstökum kaupmönnum eða hún var rekin fyrir konungsreikn- ing og varð fljótlega svo illræmd að blóðsugunafnið sem festist við danska kaupmenn var af útlendingum sem kynntust ástandinu, talið réttnefni. Eftir 1787 komst á hin svokallaða frí- höndlan, þ. e. verzlunin varð frjáls öllum þegnum danakonungs, en reyndin varð sú að lítil breyting varð á og stóð svo til 1854 að verzlunin var gefin frjáls. Verzlunin reyndist hreint ok á landslýðnum allt þetta tímabil og þó að nær allir merkustu menn þjóðarinnar í hálfa þriðju öld berðust gegn verzlunaránauðinni, í ritum eða á annan hátt, fékkst aldrei nein lagfæring hjá stjórnarvöldunum. Ef íslenzkir valdsmenn sýndu fram á stórfelldan manndauða af hungri sem leiddi af verzlunarháttunum, þá var e. t. v. rokið upp og verzlunin rekin fyrir konungsreikning i bili, en hag- ur landsins batnaði ekki að heldur, og mjög fljótlega voru hinir fyrri hættir teknir upp. Kaupmenn áttu hægt um vik að hafa samtök sín á milli um verð, bæði á innlendri og erlendri vöru, og urðu víða um landið einráðir um verzlun- arkjör. Yfirleitt var flutt meira út úr landinu af matvöru en inn og höfðu landsmenn ekki nægilegt eftir í land- inu til að seðja hungur sitt. Svein- björn Egilsson rektor skrifar 1832: að kaupmenn taki burt allar nauð- synjavörur úr landinu, „hafa þeir svo gjör-reitt, að mesta ekla er orðin á fiski og smeri, en oss þykir leitt að lifa við graut einn, sem enga höfum mjólkina.“2 Það var svo sem auðvitað að kaup- menn töldu sig tapa á íslandsverzlun- inni og tókst að heyja sér ýmis fríð- indi hjá stjórnarvöldunum út á meint tap. Handbók Hafnarháskóla í póli- tískri sögu þessa tímabils segir þó fullum fetum að eini liðurinn í verzl- uninni eftir styrjöldina 1807—1814 sem aldrei brást að gæfi tekjur, væri íslandsverzlunin.3 Öll önnur verzlun í Danmerkurríki var í kaldakoli. Það liggur í augum uppi af því sem nú hefur verið talið, að landslýður- inn var illa undir það búinn að mæta harðærum sem alltaf voru með stuttu millibili. Hordauði var alveg sjálf- sagður — hér í þessari matarkistu 2 Bréf Finns Magnússonar í Ríkisskjala- safni Dana. 3 Povl Engelstoft og Frantz Wilhelm Wendt: Haandbog i Danmarks politiske Historie fra Freden i Kiel til vore Dage, Kbh. 1934, 16,—17. bls. 279
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.