Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Blaðsíða 90

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Blaðsíða 90
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR miklu valdi höfundarins á bókmenntunum sjálfum og skýringarritum annarra fræði- manna um þau. Þannig kynnumst vér ekki einungis vandamálum Eddukvæða, heldur einnig viðfangsefnum fræðimanna og að- ferðum um undanfarna mannsaldra. Bókin er því merkilegur lykill að hugmyndafræði nítjándu og tuttugustu aldar, að því er Eddukvæðin varðar, auk þess sem höfund- ur leggur nýtt fram um eðli þessara kvæða. Bók EOSS er geysilöng, þegar haft er í huga, að hún fjallar einkum um nokkur kvæði, sem fylla einungis meðalstórt kver. Og ég hygg, að höfundur hefði að skað- lausu mátt stytta verkið að verulegum mun, án þess að það biði mikinn hnekki við. Að sjálfsögðu ber höfundum og útgefendum nokkur skylda til að hafa þörf lesenda í huga, en ég á bágt með að trúa, að hið viða- mikla rit EÓSS eignist jafnmarga vini og það á skilið, og veldur þar stærðin nokkru um. Þriðjungi styttra rit hefði getað gegnt hlutverkinu jafnvel og ef til vill enn betur, enda hefur höfundur ekki komizt hjá því að endurtaka sumt af efninu. Þó má vel vera, að EÓS hafi gert þetta af ásettu ráði. Mörg þessara kvæða mega heita dauður kveðskapur, og því mun nútímalesendum finnast eftirsóknarverðara að lesa skarpleg- ar ritgerðir um kvæðin fremur en að lesa þau sjálf. Fræðsla sú, sem þau veita um heiðinn sið og forn viðhorf, er stundum mikilvægari en listagildi kvæðanna sjálfra, enda verða þau höfundi tilefni til margra prýðilegra hugleiðinga. Ósennilegt þykir mér, að menn finni margar villur í þessu riti, og satt að segja kom það mér á óvart, þegar ég rakst á skrá yfir mansöngskvæði á bls. 89. Þar er “Landaljómi Bjarnar Hítdælakappa” tal- inn með slíkum kvæðum og vitnað til Bjarn- ar sögu málinu til stuðnings. En í sögunni er Landaljómi ekki kvæði eftir Bjöm, eins og ráða má af eftirfarandi kafla, þar sem nafnið kemur fyrir: „Þá var Þórður beðinn skemmtunar, og tók því eigi fjarri. En það var upphaf, er hann kvað vísur þær, er hann kallaði Daggeisla. Vísur þær hafði hann ort- ar um Þórdísi, konu Bjarnar, en hana sjálfa kallaði hann Landaljóma." Samkvæmt sög- unni er Landaljómi því ekki heiti á ásta- kvæði eftir Björn, heldur er það gervinafn á konu hans í kvæði eftir Þórð Kolbeinsson. Nafn þetta er að sjálfsögðu valið með hlið- sjón af viðurnefni Oddnýjar eykyndils, og kvæðið Daggeisli ber heiti, sem vel hefur átt við nafnbótina Landaljómi. Eins og stærð bókarinnar gefur til kynna, þá er mjög ýtarlega ritað um einstök kvæði, og höfundur hefur lagt einstaka alúð við að fjalla um þau frá ýmsum hliðum. Þó þykir mér engu minni fengur að sumum inngangs- köflunum um norrænan kveðskap yfirleitt. Ég vil sérstaklega nefna þættina um nátt- úrulýsingar og orðfæri, sem eru til mikillar fyrirmyndar í slíku riti. Kenningar höfund- ar um aldur og heimkynni einstakra kvæða munu lítt koma á óvart, og ég fæ ekki betur séð en að röksemdafærsla hans sé bæði hóf- samleg og hugmyndarík. Hér er um atriði að ræða, sem aldrei verða sönnuð til neinn- ar hlítar, en höfundur hefur reynt að skapa sér og lesendum heildarmynd af þróun kvæðanna, og er það í alla staði virðingar- verð tilraun. Bókin er prýðilega úr garði gerð um let- ur, pappír, myndskreytingu og allt það, sem höfundi var sjálfrátt. Bandið á bókinni er þó mjög laslegt, og er það leiðinlegur galli á dýrri bók. Við lestur þessarar bókar varð mér hugs- að til þess með nokkrum ugg, að ef til vill bíða hennar ill örlög eins og annarra menn- ingarafreka á landi voru. Áróðurinn fyrir vesturheimskunni virðist fara síharðnandi, og mikið átak þarf til að veita honum við- nám. Um leið og ég þakka EÓS fyrir ritið, vil ég óska þess, að þjóðin fái að njóta slíkra verka sem lengst. Hermann Pálsson. 360
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.