Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Qupperneq 66

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Qupperneq 66
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR ustu styrjaldar 1939—45; þá koma fram ný tónverk í stórum og smáum formum, 66 symfóníur, 46 óperur, 22 ballettar, 150 hljómsveitarsvítur, fantasíur og forleikir, 40 kantötur, 400 minni kórverk og 150 kammer- músíkverk (sónötur, tríó, strokkvart- ettar). í Leningrad höfðum við félagar tækifæri til að kynnast starfsemi so- vétskra tónskálda og áttum í húsi tónskáldafélagsins tal við tónskáldið Salmanof, sem er prófessor við kon- servatóríið þar í borg. Þegar umræð- ur bárust að kjörum tónskálda sagði hann svo frá: Eitt af tónskáldum okk- ar hefur lokið samningu tónverks og leggur það fyrir félagið. Þar er nefnd, sem metur verkið. Ef það uppfyllir listrænar og þjóðfélagslegar kröfur, sendum við það í sérstaka músíkdeild ráðuneytisins ásamt meðmælum okk- ar og mati. 95% allra þannig inn- sendra verka eru keypt af ríkinu, og greidd fyrir þau vinnulaun eftir stærð og gildi verks, frá 5000 upp í 10.000 rúblur (eru það tvöföld árs- laun hlj óðfæraleikara t. d. við Bol- sjoi-leikhúsið). Ráðuneytið sér svo um flutning verksins á réttum stað og tíma. Þegar verkið hefur þannig stað- izt frumuppfærslu, má höfundur selja handritið músíkforlagi til út- gáfu og hafa af því frekari tekj ur. •— í boði hjá sovéttónskáldum í Moskvu, þar sem viðstadd’r voru m. a. Katsj a- túrían og fremsti músíkvísindamaður Sovétríkjanna, Pjotr Savintsef (en músíkvísindamenn eru einnig með- limir tónskáldafél. þar í landi), fékk ég svipaðar upplýsingar; og athygli mína vakti skoðun þeirra á atónal- isma, seríalisma, punktúalisma og el- ektróník, sem þeir töldu ekkert erindi eiga í konsertsal en gæti verið gagn- leg sem kúlissufylgja í leikhúsi og til áherzlu ýmsum atriðum í kvikmynd- um; músíkina ætti ekki að púlverí- séra og atómíséra heldur að efla sam- hald og festu byggingar hennar í rýtmik, melódík og harmóník svo að hún dehúmaníséraðist ekki, glataði aldrei aðgangi að eyra og vitund mannsins; þessu til áherzlu féll til- vitnun í Tsjaikovskí, sem segir: „Ég vildi ekki að úr penna mínum kæmu symfónísk verk, sem ekkert tjá og að- eins væru innantómur leikaraskapur með korður, tempó og módúlasjón- ir“. Afhenti ég félagsmönnum að lok- um allmörg islenzk tónverk og hlaut af þeirra hálfu þrefalda gagngjöf, bæði nótur og hljómplötur. Yfirskrift þessarar greinar, „Músík í Sovétríkjunum“, er svo víðtæk, að ógjörningur er að gera henni skil á nokkrum tímaritssíðum. Undanfarið yfirlit átti samt grosso modo að draga upp m. a. skyndimynd af arfi, sem þjóðinni er fenginn til varðveizlu. 011 vaxandi menning byggist á arfi og gæzlu hans og ávöxtun, hann skuldbindur til framhaldsþróunar, svo að afturför og hnignun eigi sér 336
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.