Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Blaðsíða 73

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Blaðsíða 73
MÚSÍK í SOVÉTRÍKJUNUM laun á meðan á námi stóð. Atvinnu- leysi músíkanta er óþekkt fyrirbæri. Tónskáld, sem þegar hafa sýnt hæfileika og kunnáttu, semja sam- kvæmt pöntun frá ríkinu stærri tón- verk og er þá greiðsla miðuð við ríf- leg árslaun (ópera, symfónía, kant- ata). Tónskáldafélagið hefur til um- ráða nokkur dvalarheimili til hvíldar og hressingar fyrir félagsmenn, eru þau í nágrenni við Moskvu, Lenin- grad, Odessa, Tsjernovitz og Tuapse við Svarta hafið; ennfremur má nefna „Hressingarheimili fyrir skap- andi listamenn“ hjá Ivanovo, þar sem tónskáld í sérlega hollu andrúms- lofti og umhverfi geta ásamt fjöl- skyldum sínum varið sumarfríi. Hér samdi Prokofjef 5. symfóníu sína og Sjostakovitsj 9. symfóníuna, píanó- tríó og strokkvartett. Fyrir böm tón- listarmanna og söngvara eru sérstök sumarheimili; þangað sendir „Sam- band músíklistamanna“ árlega mörg þúsund böm. Af þessari frásögn minni má nú vera ljóst, hve ríkur þáttur í nútíma- þjóðlífi Ráðstjórnarríkjanna músíkin er. Hef ég þó ekki minnzt á veigamikil atriði eins og hina geysimiklu ríkis- útgáfu tónverka eða beztu ballettlist heimsins, sem ég kynntist vel fyrir til- stuðlan Juri Sotikofs, en kona hans dansar í Bolsjoi-ballettinum. Má margt af músíkskipulagi Sovétríkj- anna læra. Og einkum er hollt fyrir okkur íslendinga að skilja, hvað á sig þarf að leggja til að verða liðtækur í tónaglímu á hvaða vettvangi sem er. Listin byrjar á handverki, og þeir sem kunna þetta handverk eiga greiða leið að undraríki listarinnar. Um það vitnar vel skipulagt músík- kennslukerfi Rússa. Og einmitt það ætti að vera íslendingum áhugaefni, sem enn í dag þurfa að sækja músík- kennara sína til útlanda. Rússnesk tónvísi er sannarlega frá- bær. Heyrt hef ég rússneskan kór syngja þýzk þjóðlög betur en Þjóð- verja sjálfa. Og telja má víst, að í engu landi Evrópu standi alþýðumús- ík á jafnháu stigi. Þessvegna er eðli- legleiki fyrsta boðorð, eins og hinn ágæti og ósérhlífni baráttumaður Al- exander Dargomyskí hafði sagt: „Ég vil að tónninn sé bein tjáning orðs. Ég vil sannleika." Túlkendur og tón- smiðir Sovétríkjanna virðast vera samnefnarar þessara einföldu orða. Og í beinu framhaldi af Dargomyskí talar Sj ostakovitsj, svo að við endum með hans orðum, er hann var spurður um það, hvað væri raunsæi í músík; hann svaraði: „Það er fólgið í því, að músíkin er hætt að vera dægrastytt- ing og leiksoppur í höndum fullsaddra sælkera og fagurkera; hún er af eigin innra krafti orðin félagslegt afl, sem hjálpar mannkyninu í baráttu þess fyrir framförum, baráttu fyrir sigri skynseminnar.“ 343
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.