Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Síða 88

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Síða 88
TÍMARIT MÁLS OG M ENNINGAR hafi vega. Við höfum einfaldlega ekki bar- izt nógu vel ... Sjálfur blygðast ég mín fyr- ir að hafa ekki verið maður til að koma í veg fyrir hið sorglega hlutskipti kynslóðar minnar.“ Fjarri sé mér að bera á móti því að betur hefði mátt berjast, hvað þá að taka upp hanzkann fyrir þá sem horft hafa í aðgerða- leysi á íslenzka kapítalista selja landið, en þó held ég að þessi orð séu ekki nema að mjög takmörkuðu leyti rétt og það hljóti að hefna sín að gera ekki meiri greinarmun á veikum liðsmanni og sjálfum höfuðand- stæðingnum; að í Óljóðum komi afleiðing- arnar fram í óvissu um hvar bera skuli nið- ur ádeilunni og í efasemdum skáldsins um sjálfan sig; að það verði þrátt fyrir allt að deila á einstaka stjómmálaflokka, stéttir og valdsmenn. Spegill af ásýnd þjóðarinnar sem ekki sýnir skýran mun á þeim sem stefnt hafa að landsölu vitandi vits, og hinsvegar þeim sem orðið hafa fórnarlömb þessarar óheilla- þróunar og þeim sem að vísu hafa barizt á móti henni, en ekki nógu vel — sá spegill sýnir villandi mynd og vinnur gegn tilgangi sínum. Gegn tilgangi sínum vinna t. d. þessi varnaðarorð til verkamanna: jörum varlega félagar allsnœgtir einar jæra oss ekki hamingju leghöll úr marmara nœgir oss ekki til sáluhjálpar glötum ekki sjóninni við að metast á um afrek eða fólskuverk harmleiksins röltum heldur jram í dal og gefum aumingjanum spegil því tíminn er naumur og allir sem heyja þetta kalda dauðastríð eru blaktandi blaktandi strá Hrakningsríma V. Hér kemur í lokalínunum fram sá ídeal- ismi í hugsun Jóhannesar sen? valdur er að hinni myrku örvæntingu Draumkvœðc: endajaxlar mínir kveljast af vísdómi og glœrar leðurblökur efans flögra skrœkjandi um völundarhús mitt (1) það rignir eldi og brennisteini niður í myrkan dal örvœntingarinnar yfir lömb mín og kið (IV) hinn óttalegi leyndardómur býr í frumkjarnanum hann berst með ástinni frá kynslóð til kynslóðar og maðurinn stendur aleinn uppi í veröldinni (IX) Leið ídealismans liggur, eins og sjá má að nokkru í Oljóðum, burt frá hlutbundn- um veruleik og þjóðfélagslegu orsakasam- hengi (einnig tortímingarhættan er þjóðfé- lagslegt vandamál) til heimspekilegra efa- semda um manninn og tilveruna, hugleið- inga fjarri öllum áþreifanlegum veruleik sem oft enda í örvæntingu. Hann getur glapið mönnum svo sýn — það er gömul harmsaga og ný — að þeim finnst lífið ekki vera annað en kalt dauðastríð og mann- eskjan blaktandi strá. Það er ekki sízt vegna þess hvað þær eru jarðbundnari sem Hrakningsrimur II—IV eru svo miklu heillavænlegri skáldskapur, að mínum dómi, heldur en flest Draum- kvœða. (Að vísu er sá flokkur misjafn; fyrsta kvæðið er t. a. m. mjög gott, og mörg þeirra bregða upp sterkum og áleitnum myndum.) Ilér fjallar skáldið um hugsjón sfna, sósíalismann, og þau sárindi sem margt í framkvæmd hans hefur valdið hon- um. Hér er Bréfið til Kína, sem e. t. v. er bezta kvæði bókarinnar, einstaklega nær- færin, lifandi og persónuleg lýsing á ýms- um þeim spurningum sem leita á hug hins „hagmælta sveitapilts" úr Dölunum, þegar hann sér hugsjón sína í framkvæmd austur í Kína. Kvæði sem á vissulega erindi á önn- ur tungumál (ekki bara kínversku!). 358
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.